Hærra vöruverð á austfjörðum

Austfirðingar mega vera þakklátir fyrir verslanir á borð við Byko, Bónus og Húsasmiðjuna, sem bjóða upp á sömu verð um allt land. – Það er von margra að verslanir á borð við Rúmfatalagerinn, Múrbúðina, Costco, H&M og Ikea sjái sér fært að opna útibú í fjórðungnum þegar fram líða stundir. – Þar til það verður, njótum við þess að versla við Samkaupa slektið, sem heldur utanum Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval, Krambúðina og Kjörbúðina sem halda uppi hámarksverðum á stöðum þar sem minni samkeppni nýtur. – Lysthafendum býðst að versla sér lítilfjörlegan afslátt hjá samstæðunni með kaupum á afsláttarkorti og ganga til liðs við Kaupfélagið og Framsóknarflokkinn á staðnum.
Tengdar greinar
Sameining sveitarfélaga tekur á sig hinar verstu myndir
Búið er að hagræða svo í hinum ýmsu sveitarfélagskjörnum hér á austfjörðum að sumt fólk hyggst skálka hús sín og
Ný sauðfjárvarnargirðing í Fáskrúðsfirði
Þessa dagana er jarðvegi bylt með stórvirkri vinnuvél í norðurhlíð Fáskrúðsfjarðar. Þarna skal strengja sauðfjárvarnargirðingu út- og inneftir ofanverðri hlíðinni
Píratar með frumvarp um rýmri veiðar smábáta
Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að bæta aðstæður til strandveiða bæði með því að taka tillit