Á í alvöru að leyfa fiskeldi í Fáskrúðsfirði?

Á í alvöru að leyfa fiskeldi í Fáskrúðsfirði?

Síðast í gær uppgötvuðust tvö stór göt á sjóeldiskví hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Tálknafirði. Ekki lá fyrir hversu margir fiskar hefðu sloppið. Annað gatið var 100×70 cm og hitt 100×50 cm að stærð. – Talið er að bilun hafi komið upp í upphífingakerfi netapoka með þeim afleiðingum að rof myndaðist í netinu og göt komu á kvína.

Í sömu frétt segir að í febrúar á þessu ári hafi ein af eldiskvíum fyrirtækisins sokkið í óveðri og í því tjóni hafi 53 þúsund fiskar drepist. Atvikið var ekki strax tilkynnt til eftirlitsaðila og baðst fyrirtækið síðar afsökunar á því. Mbl.is

Munu franskar skútur heimsækja Fjörðinn fagra þegar og eftir að fiskeldið er komið í gagnið?

Í síðasta mánuði sagði í frétt á Visir.is að laxeldisfyrirtækin í Arnarfirði og Tálknafirði þyrftu að eitra fyrir laxalús.

Í sömu frétt segir „Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna.

Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsa-faraldri í laxeldi í Arnarfirði.

Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxalús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017.“

Eru Fáskrúðsfirðingar virkilega tilbúnir að fórna fögru útsýni yfir fjörðinn fagra, fyrir sjónmengandi kvíar annars vegar og hreinleika sjávarins hins vegar? – Fórna svo dýrmætri náttúru fyrir fiskeldi sem í raun er á tilraunastigi hvað varðar veðurlag, ófyrirséða sjúkdóma og viðgang snýkjudýra sem á eldið og nánasta umhverfi kann að sækja.

Í botni Fáskrúðsfjarðar er hrygningarstaður þorsks. Þetta má sjá á aflabrögðum báta sem sækja þangað golþorsk upp á 10 – 20 metra dýpi á vori hverju. – Erum við tilbúin að taka áhættu með fyrirtækjum sem fyrir hendingu uppgötva göt á sjókvíum og óska árlega eftir að sturta eitri í sjó til að bjarga eigin framleiðslu?


Tengdar greinar

Kjarabaráttan framundan

Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra sagði í sjóvarpsviðtali á RÚV, að nú sé einstakt tækifæri til að halda áfram að auka

Fjarðabyggð – Fundur með hestamönnum um beitarmál

Þann 2. febrúar sl. var haldinn fundur með hestamönnum í Fjarðabyggð. Efni fundarins var bréfleg yfirlýsing umhverfisstjóra Fjarðabyggðar til hestamanna

Slökkvilið Fjarðabyggðar stendur fyrir húsbruna á Fáskrúðsfirði

Eldri hjónum var illa brugðið þegar þau sáu reyk og eldsloga bera við himinn, og svo virtist þeim úr fjarska

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.