Á í alvöru að leyfa fiskeldi í Fáskrúðsfirði?

Á í alvöru að leyfa fiskeldi í Fáskrúðsfirði?

Síðast í gær uppgötvuðust tvö stór göt á sjóeldiskví hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Tálknafirði. Ekki lá fyrir hversu margir fiskar hefðu sloppið. Annað gatið var 100×70 cm og hitt 100×50 cm að stærð. – Talið er að bilun hafi komið upp í upphífingakerfi netapoka með þeim afleiðingum að rof myndaðist í netinu og göt komu á kvína.

Í sömu frétt segir að í febrúar á þessu ári hafi ein af eldiskvíum fyrirtækisins sokkið í óveðri og í því tjóni hafi 53 þúsund fiskar drepist. Atvikið var ekki strax tilkynnt til eftirlitsaðila og baðst fyrirtækið síðar afsökunar á því. Mbl.is

Munu franskar skútur heimsækja Fjörðinn fagra þegar og eftir að fiskeldið er komið í gagnið?

Í síðasta mánuði sagði í frétt á Visir.is að laxeldisfyrirtækin í Arnarfirði og Tálknafirði þyrftu að eitra fyrir laxalús.

Í sömu frétt segir „Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna.

Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsa-faraldri í laxeldi í Arnarfirði.

Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxalús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017.“

Eru Fáskrúðsfirðingar virkilega tilbúnir að fórna fögru útsýni yfir fjörðinn fagra, fyrir sjónmengandi kvíar annars vegar og hreinleika sjávarins hins vegar? – Fórna svo dýrmætri náttúru fyrir fiskeldi sem í raun er á tilraunastigi hvað varðar veðurlag, ófyrirséða sjúkdóma og viðgang snýkjudýra sem á eldið og nánasta umhverfi kann að sækja.

Í botni Fáskrúðsfjarðar er hrygningarstaður þorsks. Þetta má sjá á aflabrögðum báta sem sækja þangað golþorsk upp á 10 – 20 metra dýpi á vori hverju. – Erum við tilbúin að taka áhættu með fyrirtækjum sem fyrir hendingu uppgötva göt á sjókvíum og óska árlega eftir að sturta eitri í sjó til að bjarga eigin framleiðslu?


Tengdar greinar

Sól í Fáskrúðsfirði

Í dag njótum við sólar í Fáskrúðsfirði. Hún er að láta sjá sig eftir að hafa verið neðan fjallgarða i

Benedikt fjármálaráðherra hyggst hækka álögur á landann

Vinsældir fjármálaráðherra okkar Benedikts Jóhannesson hljóta að stór aukast ef hann stendur við fyrirhugað kolefnisgjald og auknar álögur á díselolíu

Ótrúlegt verð á gosdrykkjum

Hálfur líter af Coca Cola kostar 259 krónur á afgreiðslustöð N1 á Egilsstöðum. Ef keyptar eru tvær flöskur, 1 líter,

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.