Æfing slökkviliðs Fjarðabyggðar í Fáskrúðsfirði

“Slökkvilið Fjarðabyggðar mun á næstunni verða með æfingu í gömlu sjóhúsi við Hafnargötu í Fáskrúðsfirði. Talsverður viðbúnaður verður á svæðinu og er fólk beðið að láta sér ekki bregða þrátt fyrir að blá blikkandi ljós og reyk á svæðinu við húsið. – Tilynningin frá Slökkviliði Fjarðabyggðar hljómar svo:
Ágætu íbúar á Fáskrúðsfirði.
Á næstu dögum mun Slökkvilið Fjarðabyggðar vera með æfingu í gömlu sjóhúsi við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Verður gert þegar veður er stillt þannig að reyk leggi sem allra minnst yfir byggðina.
Það er von okkar að æfingin valdi sem minnstum óþægindum fyrir íbúa og biðjum fólk að láta sér ekki bregða þótt reyk leggi frá húsinu og þar verði blá blikkandi ljós. Þarna verður talsverður viðbúnaður og æfð reykköfun og slökkvitækni.
Það er ómetanlegt fyrir slökkviliðsmenn okkar að fá tækifæri til að æfa við raunverulegar aðstæður og því nýtum við okkur eins og hægt er þau tækifæri sem gefast við niðurrif húsa. – Með fyrirfram þökk fyrir þolinmæði og tillitssemi.
Slökkvilið Fjarðabyggðar
Athugasemd: Það er ánægjulegt að Slökkvilið Fjarðabyggðar sjái sér fært að tilkynna fyrirhugaðar brunaæfingar á vefsvæði Fjarðabyggðar, það er framför. Ekki er langt síðan þetta sama Slökkvilið kveikti í eldra húsi sem stóð nokkra metra frá íbúðarhúsi okkar hjóna án þess að tilkynna hvað stæði til. Úr fjarska, eða neðan frá hesthúsahverfi, leit út fyrir að kviknað hafi í húsinu okkar. – Að þessu sögðu skorum við á Slökkviliðið að senda ofangreinda tilkynningu inn á hvert heimili í Fáskrúðsfirði – Mynd af vefsvæði Fjarðabyggðar.
Tengdar greinar
Tæknidagur fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands
Tæknidagurinn er í dag, laugardaginn 8. nóvember. “Þetta er í annað sinn sem Austurbrú ses. og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum
Sameining sveitarfélaga tekur á sig hinar verstu myndir
Búið er að hagræða svo í hinum ýmsu sveitarfélagskjörnum hér á austfjörðum að sumt fólk hyggst skálka hús sín og
Alþingi íslendinga – Kjósendur í kvíðakasti
Ætli við séum nokkuð ein um það að fá hnút í magann þegar okkar háttvirta alþingi kemur saman? – Lausnirnar