Alcoa aftur útnefnt virtasta málmfyrirtæki heims

Alcoa aftur útnefnt virtasta málmfyrirtæki heims

“Að mati tímaritsins Fortune er Alcoa virtasta málmfyrirtæki heims á lista tímaritsins yfir orðspor fyrirtækja sem birtur er árlega. Þetta er annað árið í röð sem Alcoa hlýtur útnefninguna.

Auk þess að vera valið virtasta málmfyrirtæki heims hlaut Alcoa hæstu einkunn fyrir nýsköpun, mannauðsstjórnun, eignanýtingu, samfélagslega ábyrgð, hæfni stjórnenda, traustan fjárhag og stefnu í langtímafjárfestingum.

Alcoa hefur verið á lista Fortune yfir virtustu fyrirtæki heims frá 1983 þegar listinn var birtur fyrst og segir Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, að viðurkenningin sé afar ánægjuleg, ekki síst nú þegar Alcoa fagni 125 ára afmæli sínu. Hann þakkar árangurinn fyrst og fremst framúrskarandi góðu starfsfólki og hollustu þess við þau gildi sem Alcoa stendur fyrir.” Sjá vefsvæði Alcoa


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.