Aukinn kostnaður við urðun sorps á Austurlandi

“Í lok október var gengið frá samningi milli Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar um að HAUST fari áfram með reglubundið eftirlit með urðunarstöðum og spilliefnamóttökum á starfssvæði HAUST næstu tvö árin. Eftirlitið verður með svipuðu sniði og verið hefur, en vinna við skýrslugerð breytist nokkuð. Form gjaldtöku breytist þannig að í stað þess að HAUST innheimti eftirlitsgjald frá starfsleyfishöfum (sveitarfélögum í flestum tilfellum) skv. sinni gjaldskrá mun HAUST hér eftir innheimta gjaldið af Umhverfisstofnun, sem síðan innheimtir gjald af starfsleyfishöfum skv. sinni gjaldskrá. Kostnaður rekstaraðila vegna eftirlitsins mun hækka frá því sem verið hefur.”
Dæmi um mismun á gjaldtöku:
Gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Austurlands fyrir árið 2014 var ákveðið kr. 152.080,- (urðunarstaðir í flokki 2), og 124.080,- (urðunarstaðir í flokki 3).
Gjaldskrá Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 var 313.600,- (urðunarstaðir í flokki 2), og 212.800,- (urðunarstaðir í flokki 3).
Einn fundarmanna taldi rétt að vekja athygli á mismun í gjaldskrám og kanna hvernig hann verður til.
Tengdar greinar
Heilbrigðiseftirlit Austurlands
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2013 er komin út, hana má skoða hér Í niðurlagi skýrslu segir: “Í þjóðfélagsumræðunni er
Höfuðstöðvar Landsbankans til Fáskrúðsfjarðar
Nú, þegar ráðamenn okkar eru að útdeila stofnunum ríkisins út um allar koppagrundir, og í framhaldi af ákvörðun þess efnis
Raflögnin að hesthúsahverfinu
Nú, nærri mánuði eftir að rörhólkur var lagður undir akveginn í þeim tilgangi að leggja rafmagn að hesthúsahverfi var hafist