Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að jafna húshitunarkostnað

by Arndís / Gunnar | 20/12/2018 07:41

[1]

Fólk finnur fyrir hversu dýrt er að kynda með rafmagni

Bæjarráð Fjarðabyggðar bókar: „Í framhaldi af fyrirspurn og umræðu á Alþingi um húshitunarkostnað, skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á stjórnvöld að ganga þegar í að jafna húshitunarkostnað á Íslandi, þannig að þeir íbúar Íslands sem hafa einungis völ á rafkyndingu eða rafkyntri hitaveitu, greiði sambærilegan húshitunarkostnað og þeir sem búa á svæðum þar sem hitaveitur eru starfræktar.

Í svari ráðherra kom fram að aðgerðir sem þessar kosta einungis um 800 milljónir á ári sem verður að teljast lág fjárhæð miðað við hversu gríðarleg áhrif til jöfnunar búsetu aðgerð sem þessi hefði á landsbyggðinni.“

Endnotes:
  1. [Image]: https://aust.is/wp-content/uploads/2014/03/DSC027093.jpg

Source URL: https://aust.is/baejarrad-fjardabyggdar-skorar-a-stjornvold-ad-jafna-hushitunarkostnad/