Bann við nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2030 er illa ígrundað

Bann við nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2030 er illa ígrundað

Olís Reyðarfirði

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís er í fróðlegu viðtali við fréttablaðið Sám fóstra og segir hann meðal annars að bann við nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2030 sé illa ígrundað. Um orkuskipti og loftslagsmál segir Jón Ólafur „að það hafi vakið almennt mikla eftirtekt að sjónum sé fyrst og fremst beint að einkabílnum, en hérlendis skapa þeir ekki nema 4-5% af þeirri mengun sem almennt séu allir sammála um að spyrna fótum gegn. Um Um 60% af allri þeirri olíu sem Olís selur fer til iðnaðar og á fiskiskipaflotann, á skip sem þó séu verulega eyðsluminni en áður. Þá sé flugið ótalið sem mikill mengunarvaldur; útblástur frá farþegaþotunum sitji ofarlega í lofthjúpnum og sé því mjög skaðlegur.“

Þá segir Jón Ólafur „Pólitíkinni hefur hentað vel að sleppa flugsamgöngum og beina sjónum fremur að einkabílnum í umræðu um mengun og loftslagsmál. Það er mikil einföldun því það er svo margt sem hefur áhrif svo sem endurheimt votlendis sem getur unnið gegn gróðurhúsaáhrifum. Þegar orkuskipti og umhverfismál eru skoðuð í víðu samhengi verður að hafa hafa heildarmyndina í huga og nálgast hlutina af ábyrgð. Það gerum við hjá OLÍS.“

Stefnulaus skattlagning kolefnisgjalds

Jón Ólafur Halldórsson segir kolefnisgjald vera svo til nýjan skatt á Íslandi sem lagður er á fljótandi jarðefnaeldsneyti, s.s. gas- og dísilolíu, bensín, og brennsluolíu. Skattheimta þessi sé stefnulaus, ósanngjörn, ótímabær og allt of mikil. ,,Gjaldið hefur hækkað um tugi prósenta undanfarin ár með neikvæðum afleiðingum fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu. Skatturinn er settur á í þágu loftlagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum. Yfirlýst markmið með skattheimtunni er að draga úr notkun ökutækja sem eru knúin jarðefnaeldsneyti og flýta fyrir orkuskiptum. Hið dulda markmið er öflun tekna fyrir ríkið en á síðasta ári skilaði gjaldið um 3,7 milljörðum króna í ríkissjóð. Skatttekjurnar eru ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftlagsmálum með beinum hætti og aðeins hluti þeirra rennur þangað. Skatturinn er þannig ekki til þess fallinn að ná markmiði sínu, nema þá að vera hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð.“

Rafvæðing almennra ökutækja ekki raunhæfur kostur
– Eru orkuskipti fyrir sjávarútvegs- og iðnaðarfyrirtæki raunhæfur kostur?

,,Hvatning til orkuskipta er góðra gjalda verð en hún verður að vera í takti við raunveruleikann. Orkuskipti fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, ýmsan iðnað og atvinnutæki er ekki raunhæfur kostur sem stendur. Rafvæðing almennra ökutækja er heldur ekki raunhæfur kostur í dag þar sem bæði tæknin og innviðauppbygging er of skammt á veg komin. Þannig bitnar skatturinn hlutfallslega verst á þeim tekjulægri og á íbúum landsbyggðarinnar. Þar að auki hefur skatturinn keðjuverkandi áhrif á verðbólgu með hækkunum á vörum og þjónustu vegna flutningskostnaðar og til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Um síðustu áramót hækkaði kolefnisgjaldið um 50% með þeim afleiðingum að skuldir heimila hækkuðu um 500- 600 milljónir króna. Ríkisstjórnin hefur boðað að gjaldið hækki um 10% um næstu áramót og um önnur 10% árið 2020. Það verða ekki allir bílar á Íslandi rafdrifinir árið 2030 eins og umhverfisráðherra vill og lög kveða á um. Auðvitað mun tækninni fleygja fram og gæði og ending battería aukast og það mun koma fullt af nýjum bílum á götuna árið 2030, bæði bensín- og díselvélar. Þeir verða hér á götum allmargir til ársins 2045, jafnvel lengur. Það verður stókostleg aukning á bílainnflutningi á síðustu metrunum. Öll þessi stóru vinnutæki og flutningatæki og flutningabílar verða ekki öll rafdrifin að mínu mati. Við erum með endurnýjanlega orku sem getur nýst, en ekki alfarið. Framleiðsla á rafbílum er ekki umhverfisvæn í dag og förgun á notuðum batteríum er mjög flókin. Hvað á svo að gera við öll þau farartæki sem þarf að farga eftir árið 2030. Hefur eitthvað verið hugsað út í það?“ segir Jón Ólafur Halldórsson. Viðtalið í heild má lesa hér Mynd: Afgreiðsla Olís Reyðarfirði.


Tengdar greinar

Inga Sæland ræðir um svikin loforð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

“Virðulegi forseti. Kæru landsmenn nær og fjær. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi kona talar á svokölluðum eldhúsdegi. Það

Áskorun til Guðna Th. Jóhannessonar um að skrifa ekki undir ráðningu dómara

Í áskorun segir: “Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skal þingið samþykkja hvern

Þarf ekki eitthvað að breytast…

…Þegar vinnandi fólk á ekki lengur fyrir nauðþurftum? þegar elli- og örorkulífeyrir gerir þiggjendur að beiningarmönnum? Þegar alvarlega veikir eru

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.