Bannað að koma sér upp vindmyllu í Fjarðabyggð

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur hafnað erindi einstaklings á Stöðvarfirði, þar sem hann óskaði leyfis til að setja upp tvær vindrafstöðvar á norðurhlið bílskúrs húss síns. Fyrirhugað var að önnur rafstöðin yrði 1-2 Kw og hin 3 Kw. Minni rafstöðin var sögð með 2 m vænghafi á 6 metra háu röri og hin með 4 metra vænghafi á 8 metra háu röri. – Orkuna hugðist hann nýta til húshitunar. Nefndin hafnaði erindinu, taldi að vegna sjónmengunar og mögulegrar hávaðamengunar eigi þetta ekki heima í þéttbýli.
Tengdar greinar
Frumskógarlögmál í vöruflutningum
Það er fróðlegt að skoða verðlagningu á flutningum út á land. – 30 kg. sending Rvk-austur á firði, fékkst fyrir
Inga Sædal, Flokki fólksins ræðir um fjárlagafrumvarpið – Myndband og texti
Hún Inga Sædal er skeleggur talsmaður fátæka fólksins. Afbragðs góð ræða um misrétti og ranga forgangsröðun í þjófélaginu. Inga Sæland
Alvöru húsbíll
Við sáum þennan rómantíska húsbíl á netinu. Það verður að segjast að nútíma húsbílar blikna í samanburðinum. 🙂