Bátur leystur frá bryggju á Fáskrúðsfirði

Aðfararnótt laugardags gerðist það að vélbáturinn Kría var leyst frá flotbryggju í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjörugrjót í austanverðri höfninni. – Að morgni laugardags hékk báturinn í grjóturð á hældrifinu með stefnið nánast lóðrétt niður. Mikið lán er að veður var þokkalega stillt og að bátinn rak upp í nærliggjandi grjótgarð, en ekki á haf út.

Eigendum þykir sorglegt að fá ekki frið með bátinn sinn og biðja alla þá sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir á bryggjustæðinu frá miðnætti aðfararnótt laugardags og fram undir morgun að hafa samband við lögreglu og eða Gunnar, sími 868 8261 eða Arndís sími 822 7204
Við flotbryggjuna sem báturinn var bundinn er eftirlits myndavél og vonast er til að sá eða þeir sem leystu landfestar bátsins sjáist svo kalla megi viðkomandi til ábyrgðar hafi tjón orðið á bátnum. Myndir hér fyrir neðan.



Tengdar greinar
Á flæðiskeri staddir
Skondið var að sjá tvo félaga þar sem þeir hímdu upp á skeri eftir að hafa strandað bát sínum á
Brenglað verðmætamat í hnotskurn
Gárungar segja innanríkisráðuneytinu hafa borist bréf frá norskum stjórnvöldum, sem í lauslegri þýðingu hljóðar einhvern veginn þannig: Kæru íslendingar, við
Jólahlaðborð með fyrrverandi vinnufélögum
Okkur, gamla settinu, var boðið í jólahlaðborð á Fosshóteli í Fáskrúðsfirði, en hótelið er byggt upp úr Franska spítalanum, sem