Benedikt fjármálaráðherra hyggst hækka álögur á landann

Vinsældir fjármálaráðherra okkar Benedikts Jóhannesson hljóta að stór aukast ef hann stendur við fyrirhugað kolefnisgjald og auknar álögur á díselolíu á næsta ári. En samkv. frétt Rúv segir að það verði lagt fyrir Alþingi með fjárlagafrumvarpi næsta árs. “Benedikt segir að skattgreiðendur verði varir við einhverjar breytingar: „Það er svona hluti af þessari grænu skattastefnu okkar að við ætlum að hækka kolefnisgjöldin og reyndar verðið á dísilolíu líka vegna þess að það hefur komið í ljós að hún er í sjálfu sér engu hollari en bensín.”
Neytendur sjá gjörla að hækkaðar álögur á díselolíu komi til með að hækka allt verðlag á landsbyggðinni, þar sem flest öll aðföng koma hingað austur með vöruflutningabílum sem í öllum tilvikum nota dísilolíu. Þá munu ferðalög einstaklinga á einkabílum hækka af sömu orsökum og slaga upp í okurverð flugfélagsins sem er nú, þegar þetta er skrifað, búið að verðleggja sig út af almennum markaði.
Til gamans. Við vorum að panta tvær smárúður frá glerverksmiðju, 25 kílóa pakki. – Flutningur frá Reykjavík hingað á austurland fékkst ódýrast fyrir 5 þúsund krónur. – Spurning hvað sama sending kosti eftir fyrirhugaða álagningu kolefnisgjalds og hækkaðs verðs á díselolíu.
Tengdar greinar
Óvænt andríki á Fáskrúðsfirði – Endur á villigötum
Að undanförnu hafa íbúar Fáskrúðsfjarðar gengið eða ekið fram á hóp alianda á vappi um þorpið. Endurnar eru mjög spakar
Guð minn almáttugur…
..hrópaði konan í dag, og ég sá ekki betur en hún horfði á mig stórum augum. Ég leit í kringum
Er RÚV besta sjónvarpsstöðin?
…Kannski, ef þú sækir í fimmtu þáttaröð af Castle, eða tíunda þátt af tólf af Fortitude. Svo verður annar þáttur