Bílvelta í Fáskrúðsfirði

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun af bifreið sem hafði oltið við þjóðvegamótin Reyðarfjörður-Fáskrúðsfjörður. Svo virðist, ef marka má för í snjónum, að bifreiðin hafi verið að koma frá Reyðarfirði og ökumaður ekki náð að beygja við gatnamótin með þeim afleiðingum að hann hafi farið eina til tvær veltur utan vegar áður en hann hafnaði handan reiðvegar sem þarna liggur meðfram gatnamótunum. – Ekki er annað að sjá, en bifreiðin sé gjörónýt. Vonandi er ökumaður og farþegar heillr á húfi og heppni var að engir reiðmenn voru þarna á ferðinni, á þessum tíma.
Tengdar greinar
Frisbígólfvöllur á fjölskyldu-og útivistarsvæði Fáskrúðsfjarðar
Lögð hefur verið fram teikning starfshóps um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði af staðsetningu og legu frispígolfvallar við íþróttasvæðið og
Nefóbak – Endalusar verhækanir á galaðri vöru
að er að koma betu og etur í ljos að nefobak er meingalaður varingur. Spuning er um skðabótaáyrgð rkisins, þegar
Bjarni Benediktsson boðar betri tíð með blóm í haga
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sá fyrir sér bjarta framtíð í ræðu á flokkráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærdag. Þar talaði hann um þær