Bílvelta í Fáskrúðsfirði

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun af bifreið sem hafði oltið við þjóðvegamótin Reyðarfjörður-Fáskrúðsfjörður. Svo virðist, ef marka má för í snjónum, að bifreiðin hafi verið að koma frá Reyðarfirði og ökumaður ekki náð að beygja við gatnamótin með þeim afleiðingum að hann hafi farið eina til tvær veltur utan vegar áður en hann hafnaði handan reiðvegar sem þarna liggur meðfram gatnamótunum. – Ekki er annað að sjá, en bifreiðin sé gjörónýt. Vonandi er ökumaður og farþegar heillr á húfi og heppni var að engir reiðmenn voru þarna á ferðinni, á þessum tíma.
Tengdar greinar
Til hamingju með 1. maí – Baráttudag verkalýðsfélaga
Það er nánast óbærilegt að hugsa til þess að nú árið 2017 skuli lægstu kauptaxtar vinnandi fólks vart nægja fyrir
Rúsínurnar níu mánuði fram yfir “Best fyrir” dagsetningu
Kannski eru rúsínur í góðu lagi þótt þær fari eitthvað fram yfir “Best fyrir” dagsetningu í matvöruverslun, en það verður
Yfirlit í heimabanka – Pörun viðskipta í kortafærslum
Leitt er að standa við búðarborð, rétta fram visakortið sitt og vera hafnað. Viðkomandi hafði skráð sig inn á heimabanka