Biskup frá Skálholti á leið til Fáskrúðsfjarðar

Biskup frá Skálholti á leið til Fáskrúðsfjarðar

Þau tíðindi voru að berast okkur hér á Aust.is í dag, að Biskup sé væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar öðru hvoru megin við páska og muni hann dvelja hér í Firðinum fagra um ókomna framtíð.

Jakob Jóhann Einarsson, kenndur við bæinn Dúk, mun sjá um að selflytja háæruverðugheitin til okkar, en Biskup er nú staddur í Gnúpverjahreppi hjá Oddi bónda á Stöðulfelli, og sagnir herma að þar sé hann í góðu yfirlæti.

Þau góðu ráð gefum við Kobba frá Dúki, að ef biskup verður óþægur við að fara upp í bílinn hjá honum, þá skuli hann dangla aðeins í afturhluta Biskupsins, -því eins og máltækið segir, “Þá verður enginn óbarinn Biskup.”

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Biskup frá Skálholti. Til að fyrirbyggja misskilning, þá er Biskupinn, sá sem knapinn situr.


Tengdar greinar

Hestar

Frábært að heimsækja hestana út í girðingu. Við fáum óskerta athygli þegar við færum þeim brauðmola og aukna beit. Myndir:

Undirskriftir farnar að nálgast 40 þúsund

Enn má skrifa undir áskorun á forseta Íslands. Í áskorun segir: “Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í

Guð minn almáttugur…

..hrópaði konan í dag, og ég sá ekki betur en hún horfði á mig stórum augum. Ég leit í kringum

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.