Bjölluofbeldi á Alþingi

Bjölluofbeldi á Alþingi

althingiÞegar framhalds ofbeldisefni sjónvarps RÚVs keyrir úr hófi, kemur fyrir að við grípum til fjarstýringarinnar og stillum yfir á Alþingisvefinn til að hlusta á háttvirta þingmenn flytja mál sitt.

Tvennt pirrar, þegar fylgst er með flugmælskum og málefnalegum þingmönnum okkar, það fyrra er naumt skammtaðir ræðutímar þeirra, og hitt sem er öllu verra,- hvernig háttvirtur og virðulegur forseti þingsins hagar sér, með því að klingja sífellt í þar til gerða, háværa kúabjöllu, í þeim tilgangi að stjórna ræðutíma þingmanna.

Látum það vera að forseti þingsins klingi þessari háværu, og lítt hlustendavænu bjöllu í upphafi þings, svo þingmönnum, hvar sem þeir eru staddir í hinu virðulega húsi þingsins, megi vera ljóst að dagskrá sé hafin. – En við teljum það langt fyrir neðan virðingu forseta að berja þessa bjöllu að utan sem innan, sem óður maður á mínútna fresti í naumt skömmtuðum fyrirspurnatímum. – Þingmenn eru ekki bjöllusauðir og það á ekki að koma fram við þá sem slíka.

Umbótatillaga: Koma má fyrir rauðu ljósi á ræðupúlti. Þingforseti ýtir á þar til gerðan hnapp og ljósið blikkar þegar ræðumaður er fallinn á tíma.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.