Boðað til byltingar og uppreisnar á Austurvelli

Boðað til byltingar og uppreisnar á Austurvelli

Svo virðist sem fólk sé orðið langþreytt á stjórnvöldum. Fimm þúsund manns hafa boðað sig til mótmæla á Asturvelli þann 26. maí kl. 17:00, undir yfirskriftinni: Bylting! Uppreisn!

“Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér!” – Segir á fésbókarsíðu hópsins, sjá hér.

Á síðu hópsins eru nefndar fjölmargar ástæður fyrir að koma saman til mótmæla, en þær eru m.a. þessar: Spilling 1.429 manns. – Makríl frumvarpið 1.056 manns – Virðir ekki þjóðaratkvæðagreiðslu 841 manns – Siðblinda 839 manns. – Launaójöfnuður 828 manns. – Virðir ekki kosningaloforð 805 manns. – Sjúkrakerfið noðurbrotið 781 manns. – Engin tengsl við almenning, bara ekki neitt. 738 manns. – Umhverfismál 709 manns. – Bein hagsmunatengsl þingmanna og ráðherra við fyrirtæki 612 manns. – Yfirvofandi einkavæðing Landsviskjunar 591 manns – Sigmundur Davíð 562 manns. – Mál aldraða og öryrkja ekki löguð 556 manns Virða ekki ósk um nýja stjórnarskrá 490 manns. – Húsnæðisverð og skortur 467 manns. – Slit ESB-viðræðna 465 manns. – Stækkandi bil milli stétta – hækkun á matarskatti og lækkun á raftækjum???? 457 manns. – Bjarni Ben 432 manns. – Leiguverð 429 manns – Illa farið með auðlindir 407 manns. – Vanvirðing við verkamannastéttina 376 manns – Rán á auðlindum 372 manns. – Eyðilegging heilbrigðiskerfisins 371 manns. – Vopnavæðing lögreglunnar 355 manns. – Nýfasimí og útlendingahatur 341 manns. – Lýðræði í stað Auðræðis 336 manns. – Bankana í þjónustu almennings 326 manns. – Arðgreiðslur í vasa ættingja fjármálaráðherra 324 manns. – Vanvirðing við aldraða, hugsum betur um þá!! 324 manns.


Tengdar greinar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bullar í fjölmiðlum…

..þegar hann segir verðtryggða íslenska krónu „sterkasta og stöðugasta gjaldmiðil heims“. – Verðtryggða krónan sem slík “VERÐTRYGGД -er trúlega gulls

Mótmæli gegn niðurskurði heilsugæslu á Fáskrúðsfirði

Á 366. fundi bæjarráðs þann 3. desember sl. var lagt fram “bréf Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga frá 25.nóvember þar sem mótmælt er

Fiskeldi í Fáskrúðsfirði

Umhverfisstofnun hefur breytt starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. þannig að leyfið veitir nú heimild til eldis á 3000 tonnum af regnbogasilungi

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.