Frítt bókhald

Aftur á forsíðu
Frítt bókhald

cover2Það kostar ekkert. Og því fylgir íslensk þýðing. Ég hef verið upptekinn síðustu daga við að klára þýðingu á þessu bókhaldsforriti og nú er hún tilbúin 100%, -eða þannig. – Alltaf má þó gera betur, og vil ég skora á alla sem sækja forritið og skoða það og/eða nota, að senda ábendingar um það sem betur má fara í texta og útfærslu. Póstfangið mitt er: gunnar(hja)brattur.is

Forritið sem heitir Manager, má sækja HÉR án allra skuldbindinga. – Forritið heldur utan um birgðir, Virðisaukaskatt, viðskiptavini og keyra má út úr því reikninga. Forritið stendur fyrir flestu því sem alvöru bókhaldskerfi prýðir. – Ef ykkur líkar við forritið, þá vinsamlegast deilið þessum skilaboðum sem víðast.

Spurningar og svör:

Spurning: Forritið kemur ekki á íslensku, hvað þarf að gera?

Svar: Þegar þú hefur opnað forritið, þá farðu í Preferences. Þar undir er Language, ýttu á blálitaða línu sem segir að forritið sé á ensku. Ýttu á textann og þá kemur upp valgluggi, flettu eftir honum og veldu Íslensku. – Í næstu línu fyrir neðan: Date and number format velur þú einnig Íslensku. – Þegar þú ert búinn að velja íslensku, þarft þú að ýta á græna takkan “Update”. Loka forritinu og opna aftur. Þá ætti þetta að vera komið.

Spurning: Ég er að spá í hvort ég geti bætt við bókhaldsflokkana. T.d. haft flokk sem heitir tryggingar?

Svar: Það er ekkert mál. Þú getur breytt öllum flokkum útgjalda. T.d. ýtt á “Breyta”, og endurnefnt útgjaldalið sem þú telur að ekki sé þörf fyrir. Þá getur þú stofnað nýjan útgjaldalið efst á síðu.

Spurning: Er forritið viðurkennt af RSK?

Svar: Sennilega ekki, Þú getur notað Excel og sett upp flókna útreikninga. Einnig getur þú notað Manager, sem er tilbúið forrit sem er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem vilja halda utan um útgjöld, tekjur og birgðir. Það hentar þeim sem hyggjast auðvelda bókara og/eða endurskoðanda gerð VSK skýrsla og ársuppgjöra. Athugaðu að bókarinn þinn hefur einnig frían aðgang að forritinu, sem segir okkur að þú getur afritað niðurstöður ársins og sent þær í lokavinnslu hjá bókaranum.

_______________________________________________________________________________________________________________

Gott ráð fyrir þá sem vilja prófa forritið og gera tilraunir, er að stofna auka fyrirtæki. Nefna það til dæmis Tilraun ehf. Þarna má æfa sig að vild, setja upp lager, stofna sýndar viðskiptavini, svo sem einhvern jón Jónsson og fleira án ábyrgðar. Síðan má nota fengna reynslu þegar kemur að færslum í alvöru fyrirtækinu.

Athugið: Ég undirritaður þýddi forritið yfir á íslensku að 3/4 hlutum. – Að öðru leyti hef ég engan ávinning af dreifingu og uppsetningu þess. Fyrirspurnum og/eða athugasemdum skal beina til eiganda og ábyrgðamanns á vefsvæðinu: Manager.io – Kveðja, Gunnar Geir