Danskir brjóstdropar eða þannig

Flensan heimsótti mig seinni partinn í síðustu viku. Byrjaði með beinverkjum og hálsbólgu, síðan fylgdi slæmur hósti, hausverkur, hiti og frunsa á efrivör. Í dag, mánudag, aðeins hressari. Bar súrvatn á frunsuna, rakaði mig og nuddaði mentolspritti í hársvörðinn (nýlega uppgötvaður psoriasis). Þegar þarna var komið fékk ég slæmt hóstakast, – greip “dönsku brjóstdropana” og skellti í mig vænum slurk til að mýkja hálsinn. Eitthvað var bragðið undarlegt og uppgötvaði um leið að ég hafði óvart drukkið af Súrvatns flöskunni sem var næsta flaska við hliðina. – Þegar þetta er skrifað er ég búinn að setja fingur niður í kok til að æla og drekka mikið vatn. Ég hef talað við konuna um að láta brenna mig og hafa látlausa útför ef allt fer á versta veg.
Tengdar greinar
Grútarmengun í Fáskrúðsfirði
Það skyggði á veðurblíðuna í dag að þykkt grútarlag mengaði sjó og fjöruborð í firðinum fagra. Smábátahöfnin fór ekki varhluta
Vor í Firðinum fagra
Það var auðséð á hestunum okkar að vorið var komið í fjörðinn. Þeir réðu sér vart vegna kæti þegar við
Sirkusinn mættur á Austurvöll
Eftir langt og strangt frí er ofursirkus þeirra Kötu Jak. og Bjarna Ben. ásamt sirkusstjóranum og ofurökumanninum Ása Friðriks. mættur