Bygging leikskóla á Neseyri, Neskaupstað

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við VHE ehf um byggingu leikskóla á Neseyri í Neskaupstað. Kostnaðaráætlun var 478.889.542 krónur. – Tilboð VHE ehf er 514.065.507 krónur, sem er 107% af kostnaðaráætlun. – Á vefsvæði Fjarðabyggðar segir m.a. að árið 2008 var hafist handa við fyrsta áfanga með því að undirbúa byggingarlóðina til að geta brugðist við þegar úr þáverandi kreppuástandi rættist. – Mynd í eigu Fjarðabyggðar af byggingarsvæði.
Tengdar greinar
Raflagnir tefjast að hesthúsahverfi
Svo virðist sem lagning og tengingar á nýrri raflögn að og í hesthúsahverfi okkar tefjist um sinn. Stærri og viðarmeiri
Glæsileg stefnuskrá Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara
Eftir að hafa horft á Kastljósþátt gærkvöldsins, þar sem rætt var um hálfgildings hreppaflutninga á eldri borgurum innan vestfirskra byggðarlaga
Okur í vöruflutningum – Kannaðu verð og leitaðu tilboða
Nú þegar verslun er hægt og bítandi að færast úr landi vegna óhagstæðs verðlags í íslenskum verslunum, getur borgað sig