Byko hætt og farið, -og Húsasmiðjan á leiðinni frá Fjarðabyggð

Á síðasta fundi Bæjarstjórnar var bókað: “Bæjarstjórn Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Húsasmiðjunnar að loka verslun sinni á Reyðarfirði. Það skýtur skökku við að fyrirtæki eins og Húsasmiðjan sjái sér ekki fært að reka verslun í sveitarfélagi eins og Fjarðabyggð þar sem langstærsti hluti veltu fyrirtækja á Austurlandi verður til. Eru þetta sérstök vonbrigði í ljósi fundar sem haldinn var að undirlagi Fjarðabyggðar með stjórnendum Húsasmiðjunnar í lok ágúst síðastliðnum þar sem kom fram að ekki stæði til að loka versluninni á Reyðarfirði heldur reyna að sækja frekar fram í rekstri hennar.
Sú mikla þjónustuskerðing sem nú fer fram, í boði stórfyrirtækja á landsvísu, og virðist helst beinast að landsbyggðinni er með öllu ólíðandi og hvetur bæjarstjórn Fjarðabyggðar stofnanir sveitarfélagsins og íbúa alla að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem hér starfrækja þjónustu í sveitarfélaginu.”
Við þetta viljum við bæta að Byko á Reyðarfirði lokaði þjónustuverslun sinni um áramótin 2017-2018 og sagði upp öllu starfsfólki, nema verslunarstjóranum. – Hann hefur svo fram til dagsins í dag, tekið við og afgreitt “stærri” vörupantanir frá Byko.
Við sem þurfum sárlega á þjónustu byggingaverslanna að halda hörmum og þykir nöturlegt að sjá einnig á eftir Húsasmiðjunni, sem m.a. hefur ráðið til sín starfsfólk sem Byko sagði upp á sínum tíma. Við skorum á alla þá sem að byggingariðnaði koma að beina viðskiptum sínum í meira mæli til Húsasmiðjunnar á Reyðarfirði í von um að með auknum viðskiptum sjái forsvarsmenn fyrirtækisins grundvöll fyrir áframhaldandi staðsetningu fyrirtækisins á svæðinu. – Sækjum ekki vatnið yfir lækinn.
Tengdar greinar
Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að jafna húshitunarkostnað
Bæjarráð Fjarðabyggðar bókar: „Í framhaldi af fyrirspurn og umræðu á Alþingi um húshitunarkostnað, skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á stjórnvöld að ganga
Forseti bandaríkjanna í myndbandi
Ótrúlegan hroka, yfirlæti og frekju má greina í fari forseta bandaríkjanna í þessu örstutta myndbroti. -Hvað fær fólk til að
Höfuðstöðvar Landsbankans til Fáskrúðsfjarðar
Nú, þegar ráðamenn okkar eru að útdeila stofnunum ríkisins út um allar koppagrundir, og í framhaldi af ákvörðun þess efnis