Covid-19 á austurlandi

Við erum hugsi eftir innkaupaferð á Egilsstaði fyrir síðustu helgi. Heimsóttum þar tvær verslanir og virtist okkur sem meðvitund um smit og smitvarnir vegna Covid-19 veirunnar væru á reiki meðal þeirra sem á vegi okkur urðu.
Húsasmiðjan gætti vel að öryggi viðskiptavina sinna, 20 manns inn í versluninni hverju sinni og viðskiptavinir virtu í öllu þau fjarlægðarmörk sem uppálögð eru.
Í Bónus virtist sem sumir viðskiptavina væru lítt meðvitaðir um smithættu. – Karlmaður á miðjum aldri teigði sig framfyrir og nánast vangaði konu á áttræðis aldri til að komast grænmetishillu fyrir framan hana.
Tvær konur og ungur maður fóru um versluninna og virtu í engu tveggja metra nánd og tróðust framhjá fólki sem á leið þerra varð.
Það eru fá smit á austurlandi þegar þetta er skrifað, en það er ekki sjálfgefið að svo verði ef við gætum okkar ekki. – Höfum í huga að veiklað fólk og eldri borgarar gætu látið lífið ef þau verður fyrir smiti.
Tengdar greinar
SAMÞYKKT um búfjárhald í Fjarðabyggð
1. gr. Samþykkt þessi er sett til að tryggja skipulag, stjórn og eftirlit með búfjárhaldi í Fjarðarbyggð, koma í veg
Hestamenn í Fáskrúðsfirði ánægðir með framkvæmdir
Að undanförnu hefur mátt sjá stóra vörubíla og vinnuvélar á ferð í hesthúsahverfinu í Fáskrúðsfirði. Fullhlaðnir bílar með grús og
Málning ekki gefins nú til dags
Vafalaust er málning að batna ár frá ári og að einhverju leyti skýrir það hversu málning er almennt orðin dýr