Covid-19 á austurlandi

Við erum hugsi eftir innkaupaferð á Egilsstaði fyrir síðustu helgi. Heimsóttum þar tvær verslanir og virtist okkur sem meðvitund um smit og smitvarnir vegna Covid-19 veirunnar væru á reiki meðal þeirra sem á vegi okkur urðu.
Húsasmiðjan gætti vel að öryggi viðskiptavina sinna, 20 manns inn í versluninni hverju sinni og viðskiptavinir virtu í öllu þau fjarlægðarmörk sem uppálögð eru.
Í Bónus virtist sem sumir viðskiptavina væru lítt meðvitaðir um smithættu. – Karlmaður á miðjum aldri teigði sig framfyrir og nánast vangaði konu á áttræðis aldri til að komast grænmetishillu fyrir framan hana.
Tvær konur og ungur maður fóru um versluninna og virtu í engu tveggja metra nánd og tróðust framhjá fólki sem á leið þerra varð.
Það eru fá smit á austurlandi þegar þetta er skrifað, en það er ekki sjálfgefið að svo verði ef við gætum okkar ekki. – Höfum í huga að veiklað fólk og eldri borgarar gætu látið lífið ef þau verður fyrir smiti.
Tengdar greinar
Lausaganga svína bönnuð í Fjarðabyggð
Um þessar mundir er Fjarðabyggð að koma sér upp reglum er varðar lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og í reglum þar
Fjarðabyggð fækkar kennslutímum til sér- og stuðningskennslu sem og til innflytjendabarna
Á síðasta fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar, FINNST EKKI, “var farið yfir drög að viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla og áhrif
Frekjuakstur flutningabílstjóra um þjóðvegi landsins
Ökumaður jeppabifreiðar greinir frá ferðalagi sínu um þjóðvegi landsins: Á leið minni austur á firði um suður- og austurland síðast