Covid-19 á austurlandi

Við erum hugsi eftir innkaupaferð á Egilsstaði fyrir síðustu helgi. Heimsóttum þar tvær verslanir og virtist okkur sem meðvitund um smit og smitvarnir vegna Covid-19 veirunnar væru á reiki meðal þeirra sem á vegi okkur urðu.
Húsasmiðjan gætti vel að öryggi viðskiptavina sinna, 20 manns inn í versluninni hverju sinni og viðskiptavinir virtu í öllu þau fjarlægðarmörk sem uppálögð eru.
Í Bónus virtist sem sumir viðskiptavina væru lítt meðvitaðir um smithættu. – Karlmaður á miðjum aldri teigði sig framfyrir og nánast vangaði konu á áttræðis aldri til að komast grænmetishillu fyrir framan hana.
Tvær konur og ungur maður fóru um versluninna og virtu í engu tveggja metra nánd og tróðust framhjá fólki sem á leið þerra varð.
Það eru fá smit á austurlandi þegar þetta er skrifað, en það er ekki sjálfgefið að svo verði ef við gætum okkar ekki. – Höfum í huga að veiklað fólk og eldri borgarar gætu látið lífið ef þau verður fyrir smiti.
Tengdar greinar
Er íslenskan ekki nothæf lengur?
Við gistum á íslensku sveitahóteli um liðna helgi. Þjónustan og aðbúnaður var til fyrirmyndar, -en Það vakti furðu okkar að
Miklir vatnavextir í Fáskrúðsfirði
Í vatnavöxtum undanfarinna daga kemur í ljós að þörf er á styrkingu við syðri bakka Kirkjubólsár gegnt hesthúsabyggð. Ég hef
Er okrað á landsmönnum? – FÍB verðkönnun
Allt að 270 prósent verðmunur á WD-40 ryðvaranarolíu samkvæmt verðkönnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Á vefsvæði félagsins segir: “Innkoma Costco á