Dögun skorar á flokka og önnur stjórnmálasamtök

Dögun, stjórnmálasamtök skorar á Alþingi að tryggja að fyrningarfrestir í málum sem snúa að skattaundanskotum til aflandsfélaga og skattaskjóla verði lengdir eins og þörf er, hluti mögulegra brota fyrnist um áramót 2014-2015 að óbreyttu.
Að því tilefni hyggst Dögun ráðstafa sínum hluta af framlagi ríkisins árið 2015, sem ætlað er að renni til starfsemi samtakanna, til embættis Skattrannsóknarstjóra, til kaupa á gögnum um fjármuni í erlendum skattaskjólum.
Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti sanngirni og lýðræði, skorar á önnur stjórnmálasamtök eða flokka sem njóta sambærilegra framlaga frá ríkinu, að taka þátt í þessu átaki og bjóða slíkt hið sama. Nánar má lesa um áskoruninna á vefsvæði Dögunar.
Tengdar greinar
Forseti bandaríkjanna í myndbandi
Ótrúlegan hroka, yfirlæti og frekju má greina í fari forseta bandaríkjanna í þessu örstutta myndbroti. -Hvað fær fólk til að
Fáránlegar launakröfur AFL,s starfgreinafélags
Svo virðist sem Afl, starfsgreinafélag austurlands hafi kolfallið fyrir áróðursmaskinu atvinnurekenda og samþykkt án mótspyrnu, að ekkert sé til skiptanna
Guð minn almáttugur…
..hrópaði konan í dag, og ég sá ekki betur en hún horfði á mig stórum augum. Ég leit í kringum