“Draugahúsin á Fáskrúðsfirði”

“Draugahúsin á Fáskrúðsfirði”

Spurning hvað verður um þessi veglegu glæsihús sem til skamms tíma prýddu miðbæinn en eru í dag tóm eða hálf tóm og bera vitni um breytt viðhorf og horfna tíma. Gamla pósthúsið er að grotna niður af viðhaldsleysi.

Verst er að þessi hús virðast engum til gagns lengur, olíubíll kemur mánaðarlega að gamla pósthúsinu, fyllir á olíugeyma þess, það er eina hreyfingin sem sést við húsið. Það er dautt.

Landsbankahúsið er autt að stórum hluta. Í kjallara þess er íbúð og bankahvelfing með tilheyrandi bankahólfum. Á efri hæð er eitt herbergi og örlítill hluti af stóru rými notað af og til í tengslum við takmarkaða þjónustu gamla Landsbankans og takmörkuðum opnunartíma póstsins.

Kannski mætti nota þessi hús fyrir félags- og klúbbastarf eða í einhver tilraunaverkefni. Hvað með að koma upp alvöru aðstöðu í þessum húsum fyrir fólk sem vill stunda smíðar á tré og járn? – Eða hnoða og brenna í leir eða eitthvað annað sem hugur fólks stendur til að framkvæma. – Stranglega ætti að banna allar skilgreiningar á starfseminni ef hún kæmist á koppinn. Allt tal um eldri borgara, fatlaða, atvinnulausa og gigtveika ætti að vera bannorð í slíkum húsum. – Kjörorðið gæti verið sköpunargleði og athafnasemi í allri sinni mynd.

Á mánudögum kæmi lærður trésmiður í heimsókn og leiðbeindi þeim er vildu njóta tilsagnar. Á miðvikudögum kæmi járnsmiðurinn og á föstudögum væri leirkerasmiðurinn á ferðinni og segði til um hvað hentaði best í leirkeragerð.

Kannski hefur enginn áhuga fyrir því sem hér er upp talið, heldur allt öðru svo sem bridge, skák, tala saman, fá sér kaffi, eða bara eitthvað allt annað. Hvað með fundaraðastöðu fyrir hestamenn og eða Smábátasjómenn?

Nú veit ég ekki hver á þessi hús eða önnur hús í plássinu sem eru að fara sömu leið, en orð eru til alls fyrst og hugsanlega mætti semja við eigendur þessara húsa um afnot fyrir lítið afgjald sem hefðist af hugsanlegum félagsgjöldum.

DCIM100MEDIA

DCIM100MEDIA


Tengdar greinar

Fimm ljósastaurar niður að sorpmóttökunni…….

…En ekki einn einasti ljósastaur er niður að hesthúsahverfinu okkar. – Þeir sem heimsækja sorpmóttökuna fara alla jafnan um í

Framkvæmdir við hesthúsið okkar

Við, ég og konan, höfum verið upptekin við að lagfæra hesthúsið okkar í sumar. Hér eru nokkra myndir sem sýna

Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2013 er komin út, hana má skoða hér Í niðurlagi skýrslu segir: “Í þjóðfélagsumræðunni er

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.