Efling og Öryrkjabandalag Íslands berjast saman fyrir bættum kjörum

Á sameiginlegum fundi Öryrkjabandalags Íslands og Eflingar stéttarfélags hefur verið ákveðið að félögin berjist saman fyrir bættum kjörum. Á fundi félaganna í Gerðubergi sl. laugardag kom fram að skattbyrði örorkulífeyrisþega og láglaunafólks á vinnumarkaði hefur verið að aukast umfram aðra tekjuhópa á undanförnum árum. Í frétt RUV um fundinn segir; “Óskertur lífeyrir frá Tryggingastofnun er 300 þúsund krónur sem er jafn mikið og lágmarkslaun á vinnumarkaði.” Þetta er upphæð sem dugir ekki fyrir venjulegum framfærslukostnaði á Íslandi.”
Haft var eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalags Íslands að verkalýðshreyfingin hafi ekki tekið örorkulífeyrisþega með í mörg ár, en það sé það sem er að gerast í dag. Hún segir jafnframt “að stjórnvöld verði að taka sig saman í andlitinu og útrýma fátækt.”
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-Stéttarfélag vonast til að hóparnir nái að samstilla kröfur sínar og málflutning. „En svo er auðvitað stóra löngunin og stóri viljinn stendur til þess að það verði hlustað á okkur af þeim sem hér fara með völd.“
Tengdar greinar
RÚV í góðum málum – Tvær kvikmyndir þeirra Ethan og Joel Coen….
…og sú þriðja í kvöld. Ég tek ofan fyrir RÚV. Í gærkvöldi sýndi sjónvarpið okkur tvær af myndum þeirra bræðra,
Sinubrunar í Fjarðabyggð
Nokkuð mikið var um sinubruna í Fjarðabyggð um þessi áramót. Samkvæmt frétt á vefsvæði Austurfrétta, fór Slökkvilið Fjarðabyggðar í 15
Eru samningsaðilar að semja um verðtryggð laun?
Það er auðvitað fáránlegt og nánast tilgangslaust að semja um óverðtryggð launakjör við þær aðstæður að húsnæðislán eru verðtryggð, ásamt