Ég er ölmusumaður og aumingi

Ég er ölmusumaður og aumingi

129649817_d650b14e7f_zHann kemur gangandi niður götuna og staldrar við hjá mér, þar sem ég er að dytta að bílnum mínum. Við þekkjumst vel, höfum unnið saman. Harð duglegur kall og hress eftir aldri. Hann liggur sjaldnast á skoðunum sínum varðandi málefni líðandi stundar.

Eftir smá spjall um daginn og veginn, segir hann. Nú er ég orðinn ölmusumaður og aumingi. Hann brosir afsakandi. – Nú segi ég, hvað veldur?

Jú, ég er kominn á aldur og orðinn ellilífeyrisþegi, með hand ónýtar lífeyrisgreiðslur upp á 35 þúsund krónur. – Að auki fæ ég ölmusugreiðslu frá tryggingarstofnun ríkisins upp á 158 þúsund krónur. Samtals gerir það 193 þúsund á mánuði.

Er það ekki ágæt upphæð til framfærslu?, spyr ég.

Jú, en af þessu eru dregnar ríflega 21 þúsund krónur í tekjuskatt, – þannig að eftir standa 172 þúsund krónur til framfærslu.

Nú, eru skattleysismörkin svo lág?, -að það þurfi að hirða skatt af þér, sem er bæði ölmusumaður og aumingi? – Segi ég og tek þátt í kaldhæðninni.

Hann heldur áfram, og virðist ekki taka eftir athugasemd minni. – Ég borga 72 þúsund af húsinu sem ég keypti hér um árið, þannig að eftir standa ríflega 100 þúsund krónur til framfærslu.

Já, jæja segi ég. Það gera þó 25 þúsund á viku til framfærslu. Hann heldur áfram, og segir: Af þessum hundrað þúsund krónum sem eftir standa, fara 18 þúsund í rafmagn og hita. Ég greiði 10 þúsund fyrir síma og sjónvarp og aðrar 10 þúsund í tryggingar af húsi og bíl. – Þetta er svona liður í því að vera uppréttur, eins og sagt er.

Hann heldur áfram. Ég nota bílinn minn lítið, þar fara samt 7 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs á milli fjarða, í stórmarkað, apótek og til læknis, sjáðu til. – En ég kvíði því þegar til viðhalds kemur, svo sem dekkjakaupa og annars sem óhjákvæmilega fylgir slíkri óráðssíu að halda úti bifreið til einkanota.

Nú, jæja, segi ég. Þú heldur þá eftir 55 þúsundum á mánuði fyrir mat og því sem til fellur til að skrimta út mánuðinn.

Já segir hann. Ég deili þeirri upphæð á fjórar vikur, Þá hef ég til ráðstöfunar 13.750 á viku, eða 1.964 krónur á dag. – Dágóð summa það fyrir aumingja eins og mig. – Segir hann og brosir.

Við kveðjumst. Ég horfði hugsi á eftir honum þar sem hann gengur niður veginn í átt að höfninni. – Hvaða flokkar voru að tala um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, í síðustu kosningum?


Tengdar greinar

Flutningaskip strandar í Fáskrúðsfirði

Um átta leitið í kvöld strandaði erlent flutningaskip í firðinum. “Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er búið að kalla út

Til hamingju með 1. maí – Baráttudag verkalýðsfélaga

Það er nánast óbærilegt að hugsa til þess að nú árið 2017 skuli lægstu kauptaxtar vinnandi fólks vart nægja fyrir

Fjarðabyggð – Sex milljónir í vefsíðuviðbót

Á fundi Hafnarstjórnar frá 11. febrúar sl. varð umfjöllun um endurnýjun á vef Fjarðabyggðarhafna og vefsmíði ferðaþjónustuvefs. Fyrir fundinum lá

2 ummæli

Skrifa athugasemd
 1. gunnar gunn
  gunnar gunn _ $ S,$ s

  74 þus i husnæð
  í helviti er hann heppinn,mer skal ekki undra þó hann gangi glaður i bragði um bæinn

  Svara þessari athugasemd
  • Arndís / Gunnar
   Arndís / Gunnar Höfundur _ $ S,$ s

   Það eru tæp þrjú ár síðan viðtalið birtist á Aust.is – Síðan hefur margt farið á verri veg. Vinur okkar ber sig þokkalega vel, en hann berst í bökkum. Hann vonar að ný ríkisstjórn muni vera vinveitt eldri borgurum.

   Svara þessari athugasemd

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.