Einar Kárason rithöfundur móðgar hyskið af landsbyggðinni

Einar Kárason rithöfundur  móðgar hyskið af landsbyggðinni

Kárason_Einar.IMG_3678Einar Kárason rithöfundu skrifar á Facebook: “Ég hef búið í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll í áratugi og hef ekkert vondar tilfinningar í hans garð. En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa), á Þórshöfn er fullkominn alþjóðaflugvöllur, nokkuð nýr, og að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöllur (og örstutt í varaflugvöll við Húsavík, enn fínni) (reyndar eru þeir aldrei notaðir) – og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!.”

Viðbrögðin láta ekki á sér standa, og Einar Kárason bætir við færslu og segir: “Nú er ég búinn að fá rúmlega fimmhundruð haturskomment í dag. Sem var auðvitað markmiðið. En tveir-þriðju af þeim ræflum sem þau skrifuðu voru ekki menn til að skrifa undir nafni. Sem er aumingjalegt. En takk fyrir mig, ég elska hvern lófastóran blett á Íslandi, og allt fólkið sem þar býr.”

Einar Kárason birtir dæmi um haturskommentin: “Kristján Jónsson Kristjánsson: “Sjónarhól Svona skrifa og hugsa Reykjavíkurkommatittirnir sem kenna sig við listir og þrífast á spena skattgreiðanda; að stórum hluta af landsbyggðinni. Ég á allar hans bækur og þær fyrstu eru fyritaks einnota afþreying en staðreyndin er að í rúman áratug hefur ekkert markvert komið frá honum. Hættu þessu miðborgarkaffihúsarápi Einar Kárason – fáðu þér vinnu, helst á Langanesi,og rífðu svo kjaft!”

Einn af vinum Einars Kárasonar, Stefán Jón Hafstein skrifar pistil og segir:

“Einar Kárason er stórvinur minn og best að taka það fram strax því nú fara heimskingjar að honum með vopnum (já ég sagði heimskingjar). Arfavitlaus tillaga er komin fram á Alþingi um að svipta Reykvíkinga forræði í skipulagsmálum um Vatnsmýrina, rétt eins og einverjum dytti í hug að leyfa mér að segja til um hafnarvitann á Hornafirði eða Drottningarbrautina (!) á Akureyri. Um þetta segir skáldið: ,,Ég hef búið í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll í áratugi og hef ekkert vondar tilfinningar í hans garð. En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg..” Hér er náttúrulega ekkert fullyrt um það að á landsbyggðinn búi ekkert nema ,,hyski”. En sterklega gefið í skyn, sem dæmi sanna, að þar megi finna miður óráðvanda menn og konur. Þarf ekki djúpvitra til að sjá það. Það hlálega við þetta fjaðrafok er að Kárason (það þekki ég sem fyrrverandi borgarfulltrúi) hefur alltaf verið ,,flugvallarvinur” í besta skilningi (ekki þessum nýja). Og svo er hann frekar þreytandi í þessu tali sínu eilíflega um að hann sé ,,að vestan” og montinu yfir Ísfirðingum og öllum hinum sem hann á að rekja ættir til úti á landi nema að hann á verulega innistæðu fyrir því öllu og á til góðra að telja og hefur á sínum óþreytandi ferðum um svokallaða ,,landsbyggð” (sem er bara Ísland) gert stormandi lukku sem skáld og sagnamaður (og stundum dægurlagasöngvari). Svo drekkur mannhelvítið ekki einu sinni latte! Og nú á að gera úr þessu litla íroníska kommenti heila Skálmöld af því að …ja, hvers vegna? Ég veit hvers vegna og kaupi ekki það smjörlíki.”

Sennilega reiknar Stefán Jón Hafstein ekki með Skálmöld, þar sem hann tjáir sig ekkert frekar um ókeypt smjörlíki.


Tengdar greinar

Eru flest allar gjaldaskrár Fjarðabyggðar að hækka?

Nú, á versta tíma, þegar almennir launþegar hafa mátt sætta sig við 2.8% launahækkanir frá því í síðustu kjarasamningum, kemur

Raforkusala til útlanda

Furðuleg hugmynd er að selja raforku með sæstreng til útlanda. Hér á landi er hreint loft, ómengaður jarðvegur og tært

Frítt bókhaldsforrit fyrir þig

Já, það er rétt. Þú getur eignast frítt bókhaldsforrit Með því að smella hér. Velja má Windows, Mac, Ubuntu eða

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.