Endurbætur við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði

“Hafnar eru framkvæmdir við umhverfi smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í haust og vor en búast má við hléi á framkvæmdum á tímabili í vetur. Vegna framkvæmdanna eru eigendur báta, kerra og búnaðar sem er á landi við smábátahöfnina, beðnir að færa búnaðinn innst á fyllinguna, innan við núverandi svæði. Búast má við að framkvæmdunum fylgi eitthvert ónæði fyrir notendur smábátahafnarinnar og er vonast til að hlutaðeigandi aðilar sýni framkvæmdunum þolinmæði. Verktaki er Tandraberg ehf. Eskifirði og eru verklok ráðgerð í júní á næsta ári en munu þó ráðast af því hvenær hægt verður að malbika vorið 2014.” – Vefsvæði Fjarðabyggðar greinir frá.
Tengdar greinar
Útsölugrín
Við skruppum á Egilsstaði í gærdag og nutum góða veðursins. Í einni af fataverslunum staðarins gengum við niður Í einhvers
Lögreglan á Austurlandi varar við mönnum á ferli
Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft upp á aðilum sem virðast hafa verið á ferð í Neskaupstað og Eskifirði
Myndir frá Seyðisfirði
Veðrið lék við okkur þegar við heimsóttum Seyðisfjörð i fyrri viku. Bærinn er einstaklega hlýlegur, fallega uppgerð hús og miðbærinn