Er árið 2007 að koma aftur?

Er árið 2007 að koma aftur?

Brenglun verðmætamats er það þegar óprútnum fyrirtækjum og einstaklingum tekst að tala upp verðmæti. Gera eignir og aðstöðu verðmætari en efni standa til. Við fylgdumst með því rétt fyrir hrun hvernig hlutabréf fyrirtækja gengu kaupum og sölum á margföldu yfirverði. Þau voru töluð upp og til varð væntingaverð. Þ.e. bréfin í fyrirtækjunum voru á verði sem speglaði fögur fyrirheit um hagnað, -ef allt gengi vel,,, -en svo varð ekki og spilaborgin hrundi og þjóðin sat uppi með 50% gengisfellingu.

Í dag fylgjumst við með svipuðu ferli í verðlagningu fasteigna. Örgustu hjallar í miðbæ Reykjavíkur og tveggja herbergja svefnkassar í blokkum, ganga kaupum og sölu á margföldu raunverði. Ástæðan, framboðið er minna en eftirspurn, sem þakka má að íslenskir fjárfestar sem áttu fjármuni á Tortóla og öðrum aflandseyjum, bauðst að flytja gjaldeyri sinn heim og kaupa íslenskar flotkrónur á niðursettu verði. Í framhaldinu keyptu fjárfestarnir húsnæðispakka af Íbúðalánasjóði og bönkunum í þeim tilgangi að hafa tekjur af útleigu þeirra. Stöðuna þekkja þeir sem fylgjast með húsnæðismarkaðnum.

Fjárfestarnir þurfa að gera upp húsin sem þeir kaupa. Þeir eru með íslenskar flotkrónur, fengnar á niðursettu verði hjá Seðlabanka Íslands. Þeir velta ekki fyrir sér hvort aðföng séu á heilbrigðu eða eðlilegu verði. Hurðasalinn selur honum forljótan hurðafleka fyrir 129 þúsund krónur. Fyrir lamir og læsingar greiðir hann 30 þúsund krónur að auki. Baðherbergið þarfnast upplyftingar og hann heimsækir verslun sem selur baðherbergja áhöld. Þarna fást handlaugartæki fyrir 248 þúsund krónur og frístandandi sturtubaðtæki fyrir 657 þúsund. – Þetta hentar fjárfestinum ágætlega, enda græðir hann á tá og fingri og þarf ekki að velta fyrir sér hvort hann sé að greiða raunvirði fyrir aðföngin. Þökk sé brengluðu verðmætamati og Seðlabanka Íslands, sem gaf honum afslátt af íslensku krónunni, svo hann mætti komast heim með fjármuni sína.


Tengdar greinar

Sparisjóður í góðum málum

Meðfylgjandi auglýsingu rákumst við á í nýjustu útgáfu Dagskráarinnar á Austurlandi. Þar segir í fyrirsögn: “Loka, loka lagerútsala” hjá Sparisjóðnum

Hrossin búin undir áramótin

Hestamenn voru á stjái í dag við að undirbúa áramótin. Sumir byrgðu glugga með dökku klæði til að róa hrossin

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.