Er grundvöllur fyrir vöruskiptum?

Hvernig lýst þér á að selja gamla tjaldvagninn og eignast inneign í vöruskiptabanka og geta síðan keypt þér eitthvað annað fyrir inneignina. Svo sem Hest, bíl, bát, utanlandsferð eða eitthvað allt annað?
í dag er staða margra þannig, að þeir eiga hluti sem þeir hafa engin not fyrir og hafa margsinnis auglýst til sölu, en enginn kaupandi. – Af hverju?, – Hugsanlegur kaupandi á ekki reiðufé. Hann á hins vegar ýmislegt sem hann þarf að selja/losna við, til að hafa svigrúm til að kaupa það sem hann vanhagar.
Þarna geta vöruskipti komið til. Miðlari heldur utan um kaupin gegn sanngjörnum prósentulaunum. – Og innan fárra daga er eigandi tjaldvagnsins búinn að skipta andvirði hans, að öllu leiti eða að hluta til, upp í hentugan fjallajeppa fyrir veturinn.
Virkt, skilvirkt og heiðarlegt landsnet í vöruskiptum, gæti vissulega átt framtíð fyrir sér.
Tengdar greinar
Loðin markaðssetning á vöru og þjónustu
Mörg af stærstu og virtustu fyrirtækjum landsins auglýsa fjálglega í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Þegar vefsvæðum þessara fyrirtækja er flett
Fáskrúðsfjörður – Vefsíða og góðar ljósmyndir
Á vefnum Faskrudsfjordur.123.is má skoða frábærar ljósmyndir þeirra Jóhönnu Kristínar Hauksdóttur og Jónínu Guðrúnar Óskarsdóttur. – Þá eru þær báðar