Er grundvöllur fyrir vöruskiptum?

Hvernig lýst þér á að selja gamla tjaldvagninn og eignast inneign í vöruskiptabanka og geta síðan keypt þér eitthvað annað fyrir inneignina. Svo sem Hest, bíl, bát, utanlandsferð eða eitthvað allt annað?
í dag er staða margra þannig, að þeir eiga hluti sem þeir hafa engin not fyrir og hafa margsinnis auglýst til sölu, en enginn kaupandi. – Af hverju?, – Hugsanlegur kaupandi á ekki reiðufé. Hann á hins vegar ýmislegt sem hann þarf að selja/losna við, til að hafa svigrúm til að kaupa það sem hann vanhagar.
Þarna geta vöruskipti komið til. Miðlari heldur utan um kaupin gegn sanngjörnum prósentulaunum. – Og innan fárra daga er eigandi tjaldvagnsins búinn að skipta andvirði hans, að öllu leiti eða að hluta til, upp í hentugan fjallajeppa fyrir veturinn.
Virkt, skilvirkt og heiðarlegt landsnet í vöruskiptum, gæti vissulega átt framtíð fyrir sér.
Tengdar greinar
Stefnum við í amerískt kostunarkerfi á heilbrigðissviði?
Hvar er Landsíma peningurinn sem átti að fara í nýtt hátæknisjúkrahús? – Árið 2005 var búið að ráðstafa um 18
Byggðarforsendur breytilegar á hinum ýmsu stöðum
Á Seltjarnarnesi búa 4.334 manns. Þar búa 1.876 íbúar á hverjum ferkílómetra landssvæðis. í Fjarðabyggð búa hins vegar 4.622 manns,
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti
Herra forseti. Kæra landsfólk. Heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti — þetta eru þau skýru, sameiginlegu grunngildi sem yfir 1.200 manneskjur sammæltust