Er íslenska krónan búin að vera?

Er íslenska krónan búin að vera?

Viðskiptablaðið greinir frá því í apríl síðast liðnum sjá hér að kínverjar hefðu verið að skoða áhrif þess að lækka gengi gjaldmiðils síns í tengslum við viðskiptadeilur við Bandaríkin.

Nú hefur íslenska krónan fallið um 12.5 prósentustig frá 26.júlí síðast liðnum til dagsins í dag, og svo virðist sem hún eigi eftir að lækka enn frekar á næstu dögum ef Seðlabankinn grípur ekki til aðgerða.

Fjármálaspekúlantar greiningardeilda bankanna virðast koma af fjöllum, sáu þessa þróun ekki fyrir, höfðu jafnvel spáð styrkingu krónunnar nú á haustdögum, en alls ekki slíkri gengisfellingu sem nú er raunin. Þegar spurt er hvað valdi, þá eru svörin misvísandi og loðin. – Kannski er ekkert hægt að gera fyrir þessa krónuómynd okkar.

Ef kínverjar lækka gengi gjaldmiðils síns til þess eins að bæta stöðuna gagnvart bandarískum stjórnvöldum, má svo sem í ljósi sögunnar, velta upp þeim möguleika að íslensk stjórnvöld séu með aðgerðum eða aðgerðaleysi að jafna hlut einstakra atvinnugreina, svo sem fiskvinnslu og ferðaiðnaðar.

Það þarf vart að fjölyrða að reikningur fyrir slíka og þvílíka stjórnsýslu, lendir viðstöðulaust hjá fólkinu í landinu með skertri kaupgetu og hækkun verðtryggðra húsnæðislána.


Tengdar greinar

Raflögnin að hesthúsahverfinu

Nú, nærri mánuði eftir að rörhólkur var lagður undir akveginn í þeim tilgangi að leggja rafmagn að hesthúsahverfi var hafist

Flugfélag Íslands – Air Iceland Connect

Hvað er plebbalegra en að skýra íslenskt flugfélag sem heldur uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða Air iceland

Komugjöld í heilsugæslu felld niður hjá öryrkjum og öldruðum

„Hætt verður að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi, samkvæmt ákvörðun

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.