Er Krónan á Reyðarfirði að geispa golunni?

Í vikulegum innkaupaferðum okkar í Krónuna á Reyðarfirði, höfum við tekið eftir að vörurekkar og kæliskápar verslunarinnar eru hálf tómir. Þá er áberandi að verðmerkingar eru rangar og villandi. Vöruúrval er óvenju slakt í matvöru. Á þeim tveim vikum sem við höfum heimsótt versluninna, höfum við ekki fengið súpukjöt, hreint nautahakk eða lifrapylsu, svo dæmi séu nefnd. Þá fengust einungis grænmetis pizzur upp úr nánast tómum fryst. – Og úr því að ég er að fjalla um Krónuna, þá er vert að hæla fyrirtækinu fyrir gott ávaxta- og grænmetisborð og lipra þjónustu.
Tengdar greinar
Maður lifir ekki á brauði einu saman
Frábær veiðitækni fugls sem notar brauðmola sem beitu. – Sjá myndband.
Er réttlætið fjárhagslegur og pólitískur ómöguleiki?
Nú eru liðnir ríflega níu mánuðir síðan Katrín Jakobsdóttir brynnti músum yfir ranglæti heimsins og sagði öryrkja og eldri borgara
Hestamenn nýta góða veðrið
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Viktor á þeim bleika.