Er Krónan á Reyðarfirði að geispa golunni?

Í vikulegum innkaupaferðum okkar í Krónuna á Reyðarfirði, höfum við tekið eftir að vörurekkar og kæliskápar verslunarinnar eru hálf tómir. Þá er áberandi að verðmerkingar eru rangar og villandi. Vöruúrval er óvenju slakt í matvöru. Á þeim tveim vikum sem við höfum heimsótt versluninna, höfum við ekki fengið súpukjöt, hreint nautahakk eða lifrapylsu, svo dæmi séu nefnd. Þá fengust einungis grænmetis pizzur upp úr nánast tómum fryst. – Og úr því að ég er að fjalla um Krónuna, þá er vert að hæla fyrirtækinu fyrir gott ávaxta- og grænmetisborð og lipra þjónustu.
Tengdar greinar
Hugleiðing um meðalhóf í stjórnsýslu
Í miðbæ Egilsstaða má sjá alvöru bílakirkjugarð þar sem ónýtir bílar blasa við vegfarendum úr minnst þrem áttum við fjölfarin
Stór Reyðarfjarðarsvæðið í fjárhagsvanda
Sameining sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsuð og boðuð sem hagræðing á stjórnsýslustigi. Upphaflega hugmyndin var að sveitarfélög kæmu sér
Kartöfluræktun í Fáskrúðsfirði
Ræktun grænmetis býður upp á holla og góða hreyfingu og getur sparað í heimilishaldinu, þegar vel lætur. – Á hverju