Er krónan hagstjórnartæki útgerðarmanna?

Er krónan hagstjórnartæki útgerðarmanna?

Erich Maria RemarqueSagan Fallandi gengi, eftir rithöfundinn Eric Maria Remarque, gerist í Þýskalandi árið 1923. Þar ríkir óðaverðbólga. Sögupersónan Ludwig, er legsteinasölumaður við útfararstofnun. Vinnulaun eru greidd daglega. Eftir útborgun er starfsmönnum gefið frí í hálftíma, svo þeir geti ráðstafað launum sínum í nauðsynjar, áður en verðbólga og gengisfellingar rýra andvirði vinnuframlags þeirra.

gudmundur_steingrimssonGuðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar flutti ræðu á alþingi fyrir nokkrum dögum. – Þar segir hann gamalkunnan þjóðlegan kórsöng hafa heyrst í vikunni frá útgerðarmönnum sem fari fram á að gengi krónunnar verði lækkað. Gengið sé of hátt, að þeirra mati. „Útgerðarmenn sem gera upp í evrum, eiga viðskipti í evrum, skila dágóðum hagnaði þessa stundina, telja gengi krónunnar, sem þeir greiða starfsmönnum sínum laun með hér á landi, of hátt,“ sagði Guðmundur. Gengisfelling hefði í för með sér hærra verð á neysluvörum til almennings, hærri vexti og verðbólgu. „Og enn á ný yrðu færðir fjármunir frá mörgum til fárra í íslensku samfélagi. Þetta hefur gerst í áratugi á Íslandi.”

Bæta má við að gengisfelling krónunnar eyðileggur alla kjarasamninga og hún hækkar verðtryggðu húsnæðislánin, eins og þekkt er.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.