Er Lýsi hf. að okra á íslenskum neytendum?

Kaupmaður hérlendis keypti lýsisperlur frá Lýsi hf. Þegar þær voru komnar upp í hillu hjá honum, kostuðu þær 5 krónur stykkið. – Kaupmaðurinn komst að því að sömu lýsisperlur, frá sama framleiðanda, fengust í Danmörku á hagstæðara verði, -þegar þær lýsisperlur voru komnar upp í hillu hjá honum, kostuðu þær 2 krónur stykkið.
Ódýra lýsisperlan hafði ferðast 4280 kílómetra vegalengd og á hana lögð viðeigandi aðflutningsgjöld, -samt gat kaupmaðurinn boðið lýsisperluna frá erlenda aðilanum á þrem krónum lægra verði. – Sjá frétt og myndband á Vísir.is
Þegar ferðast er á milli verslana og býsnast yfir okurverði á öllum hlutum, eru svörin oftast á einn veg. – “Tollar og flutningskostnaður séu að sliga verslunina og því séu vörurnar svo dýrar”. – Slíkar skýringar halda vart vatni lengur.
Tengdar greinar
Bátur leystur frá bryggju á Fáskrúðsfirði
Aðfararnótt laugardags gerðist það að vélbáturinn Kría var leyst frá flotbryggju í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði með þeim afleiðingum að hann
Covid-19 á austurlandi
Við erum hugsi eftir innkaupaferð á Egilsstaði fyrir síðustu helgi. Heimsóttum þar tvær verslanir og virtist okkur sem meðvitund um