Er okrað á landsmönnum? – FÍB verðkönnun

Allt að 270 prósent verðmunur á WD-40 ryðvaranarolíu samkvæmt verðkönnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Á vefsvæði félagsins segir: “Innkoma Costco á íslenska markaðinn hefur haft mikil áhrif á vöruverð. FÍB hefur áður borið saman verð á nokkrum bílavörum, frá sama framleiðanda, annars vegar hjá Costco og hins vegar hjá öðrum rótgrónum íslenskum verslunarfyrirtækjum. Hér undir er samanburður á verði einnar vöru sem margir þekkja eða WD-40 í 450 ml spreybrúsa með strái. Eftir helgi mun FÍB upplýsa um verðsamanburð á fleiri bílavörum.”
Mynd með verkönnunni “sýnir verð á WD-40 fjölnota ryðolíu. Costco selur WD-40 í pakkningu sem inniheldur þrjá 450 ml spreybrúsa á 1.679,- krónur. Það gerir 560 krónur á hvern brúsa. Einn WD-40, 450 ml, spreybrúsi kostar 1.490.- krónur hjá Heimkaupum, 1.679,- hjá Húsasmiðjunni, 1.795.- hjá N1 og loks 2.069,- krónur hjá Olís.
Ljóst er að hér er um að ræða gífurlegan verðmun. Vissulega er Costco að bjóða þrjá brúsa saman en samt eru tvö samkeppnisfyrirtæki að bjóða stakan brúsa á hærra verði en þrír kosta hjá Costco. Hjá Olís, sem er með hæsta verðið, er stakur WD-40 brúsi 23% dýrari en þrir hjá Costco. Miðað við verð á stökum brúsa þá er verðmunurinn frá 166% upp í tæplega 270%.”
Tengdar greinar
Ari Eldjárn – frábær skemmtikraftur
Að loknum einum fótboltaleik og rétt áður en annar byrjaði á heimsmeistarmótinu í knattspyrnu, fengum við innskot frá Ara Eldjárn.
Lilja Rafney Magnúsdóttir – Umræða á alþingi
Nú þegar stjórnvöld fara með ströndum í leit að vænlegum niðurskurði í heilbrigðisgeiranum, kemur Lilja Rafney Magnúsdóttir fram með þá
Olía fór í sjóinn í Fáskrúðsfirði
Um klukkan 18:00 í gærkvöldi gerðist Það óhapp að 1500-2000 lítrar af olíu fóru í sjóinn þegar verið var að