Er sameining sveitarfélaga að ganga upp?

Svo virðist sem ráðamenn bæjarfélaga álíti að með sameiningu megi spara margt fleira en það sem snýr að beinni stjórnsýslu og skrifstofuhaldi. Vel má það vera, en ég álít að fara þurfi með gát. Hefðbundin þjónusta er að hörfa frá jaðarbyggðum sameinaðra sveitarfélaga inn að miðkjarna þeirra og má hugsa sér að þjónustuaðilar horfi á stjórnsýsluna sem fyrirmynd.
Orkuverð er í hæstu hæðum. Flutnings- og ferðakostnaður er að sliga íbúa sem þurfa að sækja þjónustuna mun lengra en áður. Fasteignaverð lækkar vegna slakrar þjónustu. – Hugmyndir þess efnis að sveitarfélög megi sameina tvist og bast um allt land svo hagræða megi í stórnsýslunni eru ekki að ganga upp, í besta falli ganga þær upp í súluritum og exelskjölum skipuleggjenda.
Nú heyrast þær fréttir að loka eigi sundaðstöðunni hér á Fáskrúðsfirði vegna hagræðingar. Við blasir að fólk sem hér býr þurfi að fara eftir löngum göngum, um fjallveg og skriður í misjöfnum veðrum til nærliggjandi byggðarlags hinum megin í þar næsta firði til þess að iðka sund sér til heilsubótar. Sundlaugar þurfa að vera opnar á hverjum stað allt árið. Það er óásættanlegt að þeim skuli lokað í hagræðingarskyni í ein eða tvo mánuði á ári.
Það sem gengur upp á einu landsvæði getur verið nánast ófært á öðru þar sem staðhættir eru ólíkir. – Í Árnessýslu er hugsanlegt að mun víðtækari sameining geti átt sér stað þar sem um flatlendi er að ræða.
Tómstundastarf og íþróttir þarf að efla í hverju og einu byggðarlagi fyrir sig. Það að færa sundiðkun og jafnvel kennslu frá Fáskrúðsfirði yfir á Eskifjörð þótt tímabundið sé, er engan veginn að ganga upp vegna erfiðra aðstæðna og ekki síst vegna hækkaðs orkuverðs.
Við Ósinn, Fáskrúðsfirði – Fólk hefur sést á sundi í ósnum
Tengdar greinar
Volvo Penta AQD40A
Hér er myndband af eldri gerð Volvo Penta Undirgerð: AQD40A – Framleiðsluár: 1977 – 1985 – 6 cyl. Hestöfl 91-124
Fáránlegar launakröfur AFL,s starfgreinafélags
Svo virðist sem Afl, starfsgreinafélag austurlands hafi kolfallið fyrir áróðursmaskinu atvinnurekenda og samþykkt án mótspyrnu, að ekkert sé til skiptanna
Einar Kárason rithöfundur móðgar hyskið af landsbyggðinni
Einar Kárason rithöfundu skrifar á Facebook: “Ég hef búið í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll í áratugi og hef ekkert vondar tilfinningar