Er sjálfgert að hætta á lyfjunum sínum?

Margir þeir sem búa við skert laun; aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir, sjá sér ekki fært að leysa út lyfin sín nema stofna til skulda við lyfsalann. Þessir aðilar grípa gjarnan til þess ráðs að hætta á lyfjunum eða spara inntöku þeirra. – Dæmi eru um að lyf kosti tugir þúsunda og margir sjá sér ekki fært að fjármagna þau með þeim launum sem þeir hafa til ráðstöfunar.
Hafa skal í huga að kostnaður er mestur fyrst á hverju 12 mánaða tímabili
“Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga fer eftir heildarkostnaði sjúkratryggðs miðað við greiðsluþátttökuverð, sbr. 6. gr., vegna lyfja sem sjúkratryggður kaupir á tólf mánaða tímabili sem reiknast frá fyrstu lyfjakaupum. Nýtt tímabil hefst þegar sjúkratryggður kaupir lyf í fyrsta skipti eftir að fyrra tímabili lýkur.
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna kaupa á lyfjum hefst eftir að heildarkostnaður samkvæmt framansögðu á tólf mánaða tímabili hefur náð 24.075 kr. Fari heildarkostnaður á tólf mánaða tímabili yfir 24.075 kr. er greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sem hér segir:
85% af þeim hluta sem er umfram 24.075 kr. og allt að 96.300 kr.
92,5% af þeim hluta sem er umfram 96.300 kr.
Þegar sjúkratryggður hefur greitt 69.416 kr. er Sjúkratryggingum Íslands heimilt samkvæmt umsókn frá lækni sjúkratryggðs að ákvarða fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga það sem eftir er af tólf mánaða tímabilinu skv. 6. og 11. gr.
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna kaupa á lyfjum aldraðs, öryrkja, barns eða ungmennis hefst eftir að heildarkostnaður samkvæmt framansögðu á tólf mánaða tímabili hefur náð 16.050 kr. Fari heildarkostnaður á tólf mánaða tímabili yfir 16.050 kr. er greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sem hér segir:
85% af þeim hluta sem er umfram 16.050 kr. og allt að 64.200 kr.
92,5% af þeim hluta sem er umfram 64.200 kr.
Þegar aldraður, öryrki, barn eða ungmenni hefur greitt 48.150 kr. er Sjúkratryggingum Íslands heimilt samkvæmt umsókn frá lækni sjúkratryggðs að ákvarða fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga það sem eftir er af tólf mánaða tímabilinu skv. 6. og 11. gr.” – Sjá nánar á vef: Sjúkratrygginga Íslands.
Tengdar greinar
Halldóra Mogensen – „Þetta er þá þriðji mánuðurinn sem vísvitandi er verið að svindla á öryrkjum“
„Forseti. Þann 20. júní 2018 skilaði umboðsmaður Alþingis áliti þar sem hann lýsti því hvernig Tryggingastofnun ríkisins hefði um árabil
Hverfaráð í stað Austurbrúar
Einhvern veginn hef ég ekki trú á fyrirbrigðinu Austurbrú. Held að þetta sé svona fínni-manna-klúbbur sem hugsar stórt, heldur hátimbraða
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti
Herra forseti. Kæra landsfólk. Heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti — þetta eru þau skýru, sameiginlegu grunngildi sem yfir 1.200 manneskjur sammæltust