Er sjón- og hávaðamengun af vindmyllum?

Við greindum frá því fyrir stuttu að Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar, hefði hafnað erindi einstaklings á Stöðvarfirði, þess efnis að fá að setja upp tvær vindrafstöðvar á norðurhlið bílskúrs húss síns. Rafstöðvarnar sem um ræddi voru annars vegar 1-2 Kw og hin 3 Kw. Minni rafstöðin sögð með 2 m vænghafi á 6 metra háu röri og hin með 4 metra vænghafi á 8 metra háu röri. – Orkuna hugðist hann nýta til húshitunar. Nefndin neitaði erindinu. Taldi vindmyllurnar ekki eiga heima í þéttbýli vegna sjónmengunar og mögulegrar hávaðamengunar.
Guðmundur Þorgrímsson, bæjarfulltrúi kvað sér hljóðs á síðasta fundi bæjarstjórnar og gagnrýndi hvernig staðið var að höfnun erindis á þeim forsendum að nefndin teldi uppsetningu á vindmyllunum skapa “sjónmengun annars vegar og hugsanlega hávaðamengun hins vegar.”
Guðmundur sagðist velta fyrir sér hver búi til slik viðmið, hvort það séu fundarmenn, einn eða fleiri? – Þá nefndi hann varmadælurnar, honum fyndist þær svo sem bölvuð sjónmengun utan á hverju húsi. “Afhverju þá að leyfa þær? – Þær eru hugsanleg sjónmengun fyrir einhverja”. – Hann taldi vanta frekari rökstuðning þegar verið væri að hafna því sem er hjartans mál einhvers viðkomandi aðila. Þá megi höfnun ekki vera byggð á einhverju sem er; “talið vera, eða geti hugsanlega verið”.
Tengdar greinar
Útsölugrín
Við skruppum á Egilsstaði í gærdag og nutum góða veðursins. Í einni af fataverslunum staðarins gengum við niður Í einhvers
Frisbígólfvöllur á fjölskyldu-og útivistarsvæði Fáskrúðsfjarðar
Lögð hefur verið fram teikning starfshóps um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði af staðsetningu og legu frispígolfvallar við íþróttasvæðið og
Dögun skorar á flokka og önnur stjórnmálasamtök
Dögun, stjórnmálasamtök skorar á Alþingi að tryggja að fyrningarfrestir í málum sem snúa að skattaundanskotum til aflandsfélaga og skattaskjóla verði