Er skítalykt af þér? – Ert þú húsum hæf/ur?

Ég var staddur í kaupfélaginu í dag, þegar ég varð vitni að því þegar fullorðin vanstillt kona, tók fyrir vit sér, og hrópaði hátt að annari konu sem beið afgreiðslu við nálægan afgreiðslukassa: “Hverslags óþolandi skítalykt er af þér!, varstu að koma úr heshúsinu?” og það hátt að undirtók í versluninni. – Konunni sem orðin beindust að varð brugðið og svarði, Jú, að svo væri.
Líflegt sjávarþorp sem angar af bræðslulykt flesta daga, og oft svo megnri að fólk treystir sér ekki til að opna glugga á heimilum sínum svo vikum skiptir á sumrin. Og sama sjávarþorp, þar sem starfsmenn frystihússins skreppa í kaupfélagið í matmálstímum til að versla í matinn, og það án þess að fara í freyðibað og skipta um föt áður, ættu að sýna þeim kurteisi, sem bera með sér aðra lykt en þeir sjálfir. – Það er nefnilega mjög afstætt hvað er skítalykt, ef út í það er farið.
Tengdar greinar
Bæjarráð fundar með framkvæmdastjóra Krónunnar í Reyðarfirði
Nýlega fundaði bæjarráð Fjarðabyggðar með Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar. Á þeim fundi var rætt um starfsemi verslunar Krónunnar á
Aðvörunarskilti fyrir umferð hestamanna
Við viljum vekja athygli bæjar- og umferðaryfirvalda á þörf fyrir viðvörunarmerki, sem vara við umferð reiðmanna þegar ekið er frá
Aftur til fortíðar – RÚV með gamlar nýungar
Svo virðist sem Ríkisútvarp sjónvarp (RÚV), ætli að einbeita sér að endursýndu innlendu efni á komandi misserum. Af fréttum má