Er þetta seinna Lénsskipulag eða bara EURO reglugerðafasismi?

Er þetta seinna Lénsskipulag eða bara EURO reglugerðafasismi?

Sjáum fyrir okkur örfáa, eða réttara sagt 5 hestamenn í fámennu byggðarlagi þar sem fátt eitt lítið er að gerast frá degi til dags – Þeir eiga hesta til eigin nota og una glaðir við sitt. Þeir bera virðingu fyrir landinu sem þeir nýta til beitar og þykir vænt um hrossin sín. – Landið sem þeir hafa nytjað í fullu samráði við bæjaryfirvöld, er það víðfermt og grösugt, að stór hluti þess hefur fallið í sinu að hausti. Land sem fellur í sinu að hausti er mjög eldfimt við vissar aðstæður. – Víða á austurlandi þurfti að kalla til slökkvilið um síðustu áramót, vegna sinuelda.

Víðáttumikil beit er í austfirskum fjörðum

Milli jóla og nýárs barst hestamönnum, (hér eftir kallaðir leiguliðar) reglugerðarbréf eitt mikið, embættisstimplað á fæti og undirritað af umhverfisstjóra bæjarfélagsins, hér eftir kallaður umhverfisstjóri landeiganda) þeim er tilkynnt að beitarafnot sem þeir hafi haft frítt til afnota í ár og áratugi sé af þeim hirt frá og með dagsetningu bréfsins.

Í bréfinu er hestamönnum/leiguliðum bent á að þeir geti sótt um beitarlönd gegn afnotagreiðslu og þeim settir margvíslegir og að mörgu leyti óskiljanlegir fyrirvarar og reglur þar um. – Leiguliðum er m.a. gert að upplýsa hafi þeir annað beitarland til afnota og þá er viðkomandi gert að skila árlegri haustskýrslu af vefsvæði worldfengur.com með umsókn sinni??, – (aðild að WorldFeng kostar hesteiganda ríflega 20 þúsund krónur). – Þá er leiguliða gert að færa sönnur á eignarhald á búfénaði sínum ásamt vottorði um lögfesta búsetu í sveitarfélaginu. – Þá skulu leiguliðar sæta strangs eftirlits hvað varðar uppsetningu girðinga, álagi á beitarhólf, umgengni og ýmsu fleira sem of langt er að nefna, að viðlagðri útskúfun hvað áframhaldandi leiguafnot varðar.

Fyrirvaralaus gjaldtaka og hrokafullt bréf umhverfisstjóra varð til þess að boðað var til tveggja fjölmennra funda með hestamönnum, en á þeim fundum kom fram að bæjarfélagið hafði kortlagt beitaraðstöðu innan Fjarðabyggðar og komist að raun um að hún væri feikinóg fyrir alla. Á seinni fundinum kom fram að bæjarfélagið hyggðist falla frá fyrirvaralausri gjaldtöku, -og álitu hestamenn að reglugerðafargani og hnýsnum umsókanreyðublöðum yrði þar með ýtt til hliðar, -en svo varð ekki. – Hestamenn gagnrýndu aðkomu svokallaðrar landbúnaðarnefndar (þar sem bændur einir sitja), að reglugerðum og ákvörðunum um gjaldtöku og að hestamenn/leiguliðar í Fjarðabyggð hafi í engu verið hafðir með í ráðum.


Tengdar greinar

Hrekkjavökugrín í Fjarðabyggð

Auðvitað voru þau að grínast með það í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að börnin á Stöðvarfirði skyldu selflytjast milli þorpa til að

Lára Hanna Einarsdóttir hrekur lygar og hálfsannleik fjármálaráherra – Sjá myndband

Bjarni Benediktsson sagði í ræðustól alþingis þann 14. nóvember, að kaupmáttur eldri borgarar hafi hækkað mest allra á undanförnum árum.

Pólitískur veruleiki Steingríms J. Sigfússonar

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, er meira en lítið gáttaður á Pírötum að vilja ekki mæta á þar til gerðan,

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.