Er þetta virkilega atvinnubílstjóri?

Á leið okkar um Fagradal niður á firði, í myrkri rétt fyrir klukkan 9 að morgni 30. desember síðast liðnum, mættum við stórum flutningabíl-vörubíl eða rútu.með svo illa stillt ljós að líkast var sem ökumaður æki á háu ljósunum.

Þar sem ljós bílsins blinduðu, var ökumanni gefið örstutt háuljósa blikk. -Við þessu brást ökumaður stóra bílsins með því að beina að okkur ofur-blindandi kastaraljósum frá þaki bifreiðar sinnar.
Afleitt er að mæta bílum með vanstillt ljós í svartasta skammdeginu, en að bíta höfuðið af skömminni og blinda ökumenn úr gagnstæðri átt er auðvitað stórhættulegur leikur sem valdið getur alvarlegu umferðarslysi.
Tengdar greinar
Er Lýsi hf. að okra á íslenskum neytendum?
Kaupmaður hérlendis keypti lýsisperlur frá Lýsi hf. Þegar þær voru komnar upp í hillu hjá honum, kostuðu þær 5 krónur
Eigandi grunns við Skólaveg 98-112 Fásk., býður Fjarðabyggð að kaupa 1-2 raðhús
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur fengið erindi þann 6. apríl sl. frá Eiríki Óla Árnasyni f.h. Gróttu ehf., eiganda að byggingaframkvæmdum við
Brenglað verðmætamat í hnotskurn
Gárungar segja innanríkisráðuneytinu hafa borist bréf frá norskum stjórnvöldum, sem í lauslegri þýðingu hljóðar einhvern veginn þannig: Kæru íslendingar, við