Viðskiptanetið að geispa golunni?

Viðskiptanetið að geispa golunni?

Viðskiptanetið barter.is virðist haldið uppdráttarsýki eða hrörnunarsjúkdómi, sem hægt og bítandi er að draga fyrirtækið til dauða. Í dag virðist sem kistulagning og jarðarför þess, sé innan seilingar.

Hér á árum áður var hægt að selja vöru, notaða sem nýja, fyrir VN krónu inneign, sem skráðist í gagnagrunn fyrirtækisins. – VN krónu inneignina mátti síðan nota til að kaupa eitthvað annað, vöru eða þjónustu, sem hentaði seljanda betur en það sem hann seldi frá sér.

Seljandi og kaupandi þurftu að vera skráðir í VN kerfinu. Viðskiptanetið sá um færslur og innheimti 7% þóknun frá seljanda og önnur 7% frá kaupanda við hverja sölu.

Margir nýttu sér VN kerfið, meðan það virkaði. Fyrirtækjaeigendur buðu umfram framleiðslu sína og útsöluvöru fyrir VN krónur. Bíleigandi seldi fyrir VN krónur og keyptu sér annan bíl, eða eitthvað annað fyrir VN krónurnar. – Margir buðu vöru sína þannig að 50-70% af andvirði mátti greiða með VN krónum.

Dæmi eru um að húseignir, lóðir, bátar og önnur verðmæti hafi verið keypt og seld fyrir VN krónur.

Hrörnun fyrirtækisins hefur verið hæg, fasteignaeigandi einn, sem þáði VN krónur sem hlutagreiðslu við sölu tveggja eigna sinna, tók eftir því einn daginn, þegar hann heimsótti “netbanka” fyrirtækisins, að inneign hans í VN krónum hafði heldur betur rýrnað. – Ríflega 2.3 milljóna inneign, hafði verið færð niður í 814 þúsund krónur. – Fyrirtækið leyfði sér, án þess að hafa samband við fasteignaeigandan fyrrverandi, að lækka inneign hans um ríflega 1.5 milljónir króna. – Þegar á fyrirtækið var gengið, var skýringin: “Niðurfærsla vegna efnahagshruns”. – Þess ber að geta að fyrirtækið er bókunaraðili og fær sem slíkur þóknun fyrir allar hreyfingar. Skýring vegna “efnahagshruns”, getur því ekki réttlætt niðurfærslu á inneign fasteignaeigandans fyrrverandi.

Í dag geta almennir viðskiptavinir fyrirtækisins, ekki með nokkru móti, skoðað stöðu sína á vefsvæði þess. – Allt sem máli skiptir fyrir viðskiptavininn, hefur verið afmáð og tekið úr sambandi, svo sem aðgengi að vefbanka, félagatali, þjónustusíðum og flest öllu sem gæti leitt til viðskipta. Örfáir aðilar bjóða þarna vöru og þjónustu fyrir allt að 100% VN, sem er auðvitað með ólíkindum. – Þar sem engin raunhæf verðmæti eru í boði fyrir aðra félagsmenn.

Einn félaga benti á að ónefndur gleraugnasali bjóðist til að taka við allt að 75% VN krónum, fyrir þjónustu sína og ónefnt hótel á landsbygðinni bjóði 100% VN greiðslumóttöku fyrir flest alla þjónustu og gistingu hjá fyrirtæki. – Á sama tíma er ekkert sýnilegt í boði fyrir þá sem eiga, jafnvel háar inneignir í VN krónum. – Hvernig geta þessir söluaðila fjármagnað sig með því að taka við gjaldmiðli sem ekkert sýnilegt verðmæti er í og ekkert fæst fyrir? – Er skýringin e.t.v. sú að Viðskiptanetið sé að halda til haga, nýskráningum á vöru og þjónustu og veita þeim síðan til þeirra sem forráðmönnum Viðskiptanetsins eru þóknanlegir með einhverjum hætti?

Skráðir eigendur – Stjórn:
020845-2879 Guðmundur Þórðarson
041262-4869 Benedikt Karlsson, Meðstjórnandi
150532-2809 Guðmundur H Sigurðsson, Varamaður
280261-2039 Jónas Guðmundsson, Varamaður

Framkvæmdastjórn:

280261-2039 Jónas Guðmundsson

Prókúruumboð:
020845-2879 Guðmundur Þórðarson
280261-2039 Jónas Guðmundsson

Endurskoðendur/skoðunarmenn:
221251-2889 Baldvin Gunnlaugur HeimissonS, koðunarmaður
020455-3659 Þorvarður Helgason, Skoðunarmaður

Forsíða fyrirtækisins í dag:

bater_fosida


Tengdar greinar

Vorverkin í garðinum – Fræðslufundur um garðrækt

Fimmtudaginn 24. maí verður Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, með fræðslufundi í Fjarðabyggð um vorverkin í garðinium. – Fundirnir

Golfklúbbur Byggðarholts fær húsnæði til eignar

Bæjarráð samþykkti á fundi þann 24. mars sl., að húsnæði Fjarðabyggðar að Byggðarholti á Eskifirði verði afsalað til Golfklúbbsins. Til

Kartöflusalatið 6 daga fram yfir Best fyrir dagsetningu

Í ný útgefnum og rýmkuðum reglum/leiðbeiningum MAST, Matvælastofnunar, er varða merkingar og geymsluþol matvæla er farið yfir markaðssetningu á matvælum

4 ummæli

Skrifa athugasemd

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.