Er Votlendisbanki það sem koma skal?

Er Votlendisbanki það sem koma skal?

Verður þetta land inneign í votlendisbankanum?

Tekið var fyrir í Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar þann 15.janúar sl. erindi þess efnis að Fjarðabyggð verði tilraunasveitarfélag í stórátaki í loftslagsmálum með því að undirbúa stórtæka endurheimt votlendis. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu “Votlendisbankinn”.

Í erindinu eru samstarfsaðilar nefndir: París 1,5° áhugahópur um árangur í loftslagsmálum, Landgræðsla Íslands, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Landvernd, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Þekkingarmiðlun, EFLA verkfræðistofa, Klappir og Auðlind náttúrusjóður.

Óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð taki þátt í verkefninu en nú þegar eru viðræður við Landgræðslu ríkisins um aðkomu að endurheimtu votlendis. Efninu hefur verið vísað til Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar, sem jafnframt felur umhverfisstjóra að hefja undirbúning að þátttöku Fjarðabyggðar í verkefninu og leggja fyrir nefndina að nýju.

Önnur sjónarmið

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 23. janúar sl. beindi Elvar Eyvindsson varaþingmaður Miðflokksins fyrirspurn til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar er varðar “Kolefnisjöfnun og endurheimt votlendis”.

Ræða Elvars Eyvindssonar: “Kolefnisjöfnun og kolefnisfótspor eru á allra vörum um þessar mundir og er það vel. Mikilvægt er að allir hugi að þeim málum og grípi til aðgerða hver fyrir sig og við sem samfélag. En eins og stundum vill verða er þetta rætt af mismunandi mikilli þekkingu og skynsemi. Nú er sem mjög margir a.m.k. hafi séð ljósið í þeim málum og er endurheimt votlendis mál málanna. Ég ætla ekki að gera lítið úr því eða draga það í efa, hvað þá heldur að bæta við þekkingu í þeim málum, hvernig framræsla mýrlendis hefur áhrif á umhverfið.

Það sem mig langar að draga fram er að vitneskja varðandi endurheimt votlendis hér á landi og áhrif þess á kolefnisbúskapinn virðist vera af skornum skammti. Það liggur ekki fyrir hversu mikið kolefni losnar eftir því sem árin líða, manni dettur í hug að varla sé sama hvort land er framræst á þessu ári eða fyrir 60 árum t.d. Ekki liggur fyrir hver áhrif mismunandi jarðvegsgerða eru eða lofthita í landinu.

Þá verður líka að nefna að ég sé hvergi að menn taki tillit til þess að þegar land er framræst eykst vöxtur gróðurs mikið og því binst kolefni væntanlega þar á móti.

Þá má einnig nefna að aðrar aðgerðir kunna að vera valkostur og þar kemur skógrækt náttúrlega sterkt inn. Ég tel að betra væri að nýta fjármuni til að auka hana í sumum tilfellum í stað þess að eyða þeim í mokstur í skurði.

Ekki má gleyma því að talsvert af landi sem hefur verið ræst fram er á góðri leið með að verða aftur að votlendi af sjálfu sér. Hundruðum eða þúsundum kílómetra af skurðum er ekki haldið við í dag og í flestum tilfellum fyllast þeir sjálfkrafa upp á nýtt ef ekki verður að gert. Landeigendur eru því bæði meðvitað og ómeðvitað að breyta landi í talsverðum mæli í votlendi á nýjan leik og fljótt á litið a.m.k. sér maður ekki knýjandi þörf á að grípa inn í með ærnum tilkostnaði. Það er því sama í hvaða átt er litið í málinu, það skortir alls staðar þekkingu. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort hann sé tilbúinn til að beita sér fyrir auknum rannsóknum á því hvað þetta allt saman þýðir við aðstæður okkar, rannsaka og áætla áhrif endurheimtar votlendis og hvaða aðgerðir eru mögulegar samhliða eða í staðinn fyrir þær og áhrif þeirra.”


Tengdar greinar

Gott að búa á austurlandi

Það eru forréttindi að búa á austurlandi. Hér skartar náttúran hrikalegum fjöllum og gróðursælum dölum. Hreindýrahjarðir á beit í hlíðum

Helgin – Uppsaladagurinn á Fáskrúðsfirði

Það er ekki svo að allir ætli að kasta upp á Fáskrúðsfirði nú um helgina. Starfsmannafélag Uppsala, dvalar- og hjúkrunarheimilis

Heilbrigðisstofnun Austurlands í fjársvelti

Á fundi Bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 18 desember sl. var fjárhagsáætlun HSA fyrir árið 2018 tekin fyrir. Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.