Eru boltaíþróttir merkilegri en aðrar íþróttir?

Á fundi bæjarráðs þann 12. janúar sl. er erindi Hestamannfélagsins Blæs þess efnis að bæjarfélagið hlutist til um snjómokstur við Dalahöll, hafnað. Dalahöll á Norðfirði hýsir íþrótta- og félagsaðstöðu hestamannafélagsins á staðnum.
Í sömu fundargerð er samþykktur auglýsingasamningur við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar sem færir því sama félagi 1.500.000 krónur.
Það er jákvætt þegar bæjarfélög sjá sér fært að styrkja íþrótta- og tómstundastarf í smáu sem stóru. – Hitt er verra ef bæjarfélög telja boltaíþróttir alls maklegar, en aðrar svo ómerkilegar, að ekki fæst snjóruðningur svo iðkendur komist að félagsaðstöðu sinni.
Viðbót 24. 1. – Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 22. janúar sl. Kom fram í máli Jens Garðars Helgasonar að Fjarðabyggð hafi hafnað beiðni um snjóruðning við Dalahöll á þeim forsendum að hestamannafélagið Blær fær rekstrarstyrki sem félagið geti ráðstafað í snjómokstur og fl.
Tengdar greinar
Mótorhjólatöffarar á Suðurlandi…..
….héldu sína árlegu sýningu sumarið 2010 – Þetta rifjast upp, nú í skammdeginu, þegar rok og rigning er upp á
Loksins hætti að rigna
Fallegt veður í dag á Fáskrúðsfirði. Sólin sást í fjallatoppum yfir miðjan daginn, nú er sá árstími að hún er
Fjarðabyggð hækkar álögur fyrir árið 2018
Það er með ólíkindum hversu oft og mikið sveitarfélögin þurfa að hækka álögur á þegna sína. Nú hyggst Fjarðabyggð hækka