Eru boltaíþróttir merkilegri en aðrar íþróttir?

Á fundi bæjarráðs þann 12. janúar sl. er erindi Hestamannfélagsins Blæs þess efnis að bæjarfélagið hlutist til um snjómokstur við Dalahöll, hafnað. Dalahöll á Norðfirði hýsir íþrótta- og félagsaðstöðu hestamannafélagsins á staðnum.
Í sömu fundargerð er samþykktur auglýsingasamningur við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar sem færir því sama félagi 1.500.000 krónur.
Það er jákvætt þegar bæjarfélög sjá sér fært að styrkja íþrótta- og tómstundastarf í smáu sem stóru. – Hitt er verra ef bæjarfélög telja boltaíþróttir alls maklegar, en aðrar svo ómerkilegar, að ekki fæst snjóruðningur svo iðkendur komist að félagsaðstöðu sinni.
Viðbót 24. 1. – Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 22. janúar sl. Kom fram í máli Jens Garðars Helgasonar að Fjarðabyggð hafi hafnað beiðni um snjóruðning við Dalahöll á þeim forsendum að hestamannafélagið Blær fær rekstrarstyrki sem félagið geti ráðstafað í snjómokstur og fl.
Tengdar greinar
Fyrsti snjórinn
Í gærmorgun byrjaði að snjóa hér á austurlandi og reyndar um land allt. Eins og venjulega voru ekki allir búnir
Magnað 5 ára gamalt bréf, stútfullt af loforðum, frá Bjarna Benediktssyni
Kjósendur og sérstaklega eldri borgarar þessa lands, eru vafalaust mjög glaðir með efndir Bjarna Benediktssonar á fyrirheitum sem hann gaf
Alvöru húsbíll
Við sáum þennan rómantíska húsbíl á netinu. Það verður að segjast að nútíma húsbílar blikna í samanburðinum. 🙂