Fáheyrð afstaða formanns hagsmunasamtaka fatlaðra

Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögu minnihlutans á Alþingi um að örkyrkjar og aldraðir fengju afturvirka leiðréttingu á sínum kjörum.
Ásmundur segir eftir atkvæðagreiðslu: það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur almannatrygginga og tillögu minnihlutans í þinginu þegar greidd voru atkvæði um afturvirkar launabætur til ellilífeyris- og öryrkja. Ég vona að þau mistök hendi mig ekki aftur. Ég hef gert mörg mistök í lífinu og hef alltaf geta viðurkennt þau og borið ábyrgð á þeim og geri enn. Eins og umræðan er þá skiptir engu máli hvað sagt er og enn síður að reyna að skreyta hana með tölum, prósentum eða súluritum. Það sem skiptir mestu máli að kjörin þarf að bæta svo allir geti lifað við mannsæmandi aðbúnað. Að því mun ég vinna en það sem er liðið verður ekki breytt, en sjáum til hvað gerist. Verkefnið er því að gera betur í framtíðinni og það mun ég gera að heilum hug.“
Það er alltaf ánægulegt þegar menn sjá ljósið. 🙂
Tengdar greinar
Flugfélag Íslands – Air Iceland Connect
Hvað er plebbalegra en að skýra íslenskt flugfélag sem heldur uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða Air iceland
Til hamingju með 1. maí – Baráttudag verkalýðsfélaga
Það er nánast óbærilegt að hugsa til þess að nú árið 2017 skuli lægstu kauptaxtar vinnandi fólks vart nægja fyrir
Vertu á verði.is, í tjóni
ASÍ láglaunalögreglan, sem heldur utan um vefinn Vertu á verði.is virðist hafa gefist upp á hlutverki sínu við að halda