Fákeppni og okur í vöruflutningum á landsbyggðinni

Fákeppni og okur í vöruflutningum á landsbyggðinni

landflSvo virðist sem tvennir verðlistar séu í gangi fyrir viðskiptavini Landflutninga. Annars vegar eru vildar-verð, sem útvaldir viðskiptamenn njóta og hins vegar verð fyrir okkur hin, þetta venjulega fólk sem býr vítt og breitt um landsbyggðina. Við megum búa við okurkjör í viðskiptum okkar við fyrirtækið.

Þessu til staðfestingar keypti ég á síðasta ári, nokkuð magn af járni vegna smíðaframkvæmda. Ég bað sölumann járnsölu-fyrirtækisins um tilboð í efnið, þar sem flutningskostnaður austur á land væri innifalinn. Þetta gekk eftir og mér var gert að greiða 12.500 krónur fyrir flutning á efninu samkvæmt línu í reikningi söluaðila. Allt virtist í stakasta lagi, ég millifærði andvirði járns og flutnings á fyrirtækið og nokkru síðar kom sendingin austur á land.

Svo liðu 9 mánuðir

Þá er ég að sækja vörur hjá umboðsmanni Landflutninga á Fáskrúðsfirði, að hann biður mig um að skoða þrjá reikninga sem hann segir ógreidda samkvæmt sínum bókum. Einn þessa reikninga gat passað að flutningsmagni og dagsetningu við áðurnefnd viðskipti. En Þarna kostar flutningurinn engar tólf þúsund og fimmhundruð krónur. Nei, hann kostar samkvæmt reikningnum 32.215 krónur, eða með öðrum orðum var þessi reikningur sem mér var ætlaður 270% hærri en sá sem járnsölu fyrirtækið innheimti níu mánuðum áður.

Fátt um svör

Ég setti mig í samband við gjaldkera Landflutninga og sölumann járnsölu fyrirtækisins og bað um staðfestingu þess að umræddur reikningur hefði verið greiddur 9 mánuðum áður. – Járnsölu fyrirtækið staðfesti samdægurs að flutningurinn hefði verið greiddur hjá þeim áður en til afhendingar kom. Í dag 5 dögum eftir að reikningurinn kom fram, hefur fyrirtækið Landflutningar engu svarað um tilurð umrædds reiknings og af hverju hann, ásamt tveim öðrum, meintum ógreiddum reikningum á mig hafa ekki verið settir í innheimtu, -en elsti reikningurinn, sem hér um ræðir, er síðan í júlí 2015. – Allan tímann hefur fyrirtækið geymt þessa þrjá reikninga án þess að senda út innheimtubréf eða greiðsluáskoranir, -þar til nú að þeir koma fram hjá umboðsmanni fyrirtækisins á Fáskrúðsfirði. – Að lokum vil ég taka fram að þeir þrír flutningar sem hér um ræðir og fyrirtækið er að rukka mig um í dag, voru greiddir áður en til afhendingar á ákvörðunarstað kom. – Gunnar Geir


Tengdar greinar

Málað, slegið og snyrt

Nú er verið að botnmála stóra bátinn. Tvær al-sjálvirkar slátturvélar sjá svo um að halda grasvextinum í skefjum.

Falsaðir kjúklingar – hækka verðið með vatnssprautun

Á meðfylgjandi myndbandi má sá hvernig kjúklingar eru vatnssprautaðir til að auka þyngd þeirra. Með þessum hætti er hægt að

Framkvæmdir við hesthúsið okkar

Við, ég og konan, höfum verið upptekin við að lagfæra hesthúsið okkar í sumar. Hér eru nokkra myndir sem sýna

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.