Ferð til Akureyrar vegna lækninga

Ferð til Akureyrar vegna lækninga

doktorEftir sneyðmyndatöku hér fyrir austan, þótti nauðsynlegt að senda sjúkling í segulómskoðun á Akureyri, þar sem sneyðmyndataka þótti ekki fullnægjandi.

Segulómskoðunartæki tekur nákvæmar myndir af svæðum í líkamanum með aðstoð hljóðbylgna og segulsviðs. Eitt slíkt er til á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ekkert tæki er til á Austurlandi. – Tækið á Akureyri kom til landsins fyrir um 10 árum síðan, kostaði þá 130 milljónir og vóg 6 tonn, (samkv. eldri frétt á mbl.is).

Sjúklingurinn þurfti að aka 700 kílómetra í slæmri vetrarfærð yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Ferðalagið norður tók 5 tíma, ferðin til baka, austur tók 24 tíma, þar sem hann þurfti að kaupa sér gistingu á Mývatni vegna ófærðar á Möðrudalsöræfum.

Þegar ferðin var farin var mokað sex daga vikunnar á nefndum öræfum, í dag hefur verið ákveðið að moka tvisvar í viku. – Þannig að næsti sjúklingur sem þarf að fara í sambærilega ferð, gæti þurft að gista í 4 til 5 daga á Mývatni eða Akureyri með tilfallandi kostnaði og vinnutapi vegna ófærðar.

Kostnaður
Sjúklingur, öryrki eða eldri borgari á Akureyri eða í Reykjavík þarf að greiða 6.300 krónur fyrir skoðun. Hann röltir upp á sjúkrahús eða ekur leiðina með litlum aukakostnaði og lágmarks vinnutapi.

Austfirskur sjúklingur, öryrki eða eldri borgari, leggur 700 kílómetra undir í ferðalag, fram og til baka. Hann fer í óvissuferð að vetrarlagi, þegar allra veðra er von, og öræfi miðhálendisins verða gjarnan ófær, eins og hendi sé veifað.

Hann greiðir 6.300 krónur fyrir skoðun, eins og hinir. 25.000 krónur fyrir eldsneyti á bílinn og 12.000 krónur fyrir gistingu á Mývatni og 7.000 krónur fyrir félagslega íbúð á Akureyri. – Hann er þrjá daga að heiman, og frá vinnu, þegar það á við. – Samtals kostar þetta austfirðinginn 50.300 krónur í beinum útlögðum kostnaði.

Ef eigin bifreið er notuð, endurgreiða Sjúkratryggingar 2/3 hluta kostnaðar, miðað við kílómetragjald sem er 33,03 pr. ekinn kílómetra. Ath. Þessi styrkur er einungis veittur miðað við tvær ferðir á 12 mánaða tímabili).

Þannig að austfirðingurinn fær greiddar 16.666 krónur upp í útlagðan 50.300 króna kostnað. – Eftir stendur að hann greiðir 33.635 krónur í stað 6.300 króna sem þeir greiða sem nærþjónustu njóta.


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.