Fimm ljósastaurar niður að sorpmóttökunni…….

…En ekki einn einasti ljósastaur er niður að hesthúsahverfinu okkar. – Þeir sem heimsækja sorpmóttökuna fara alla jafnan um í björtu þar sem opnunartímar hennar eru um miðjan dag, en þeir sem gegna hrossum kvölds og morgna ferðast alla jafnan um í myrkri stóran hluta ársins og ef og þegar hestamenn leggja á hesta sína í skammdeginu er fátt eitt í boði annað en birta tunglsins þegar þess nýtur svo þeir megi rata að og frá húsum sínum.
Hugleiða má hvort ruslaflutningar sem fara fram tvisvar í viku, þriðjudögum kl. 14 – 18 og á laugardögum frá kl. 10:00 – 14:30 séu svo hátt skrifaðir að þeir þarfnist raflýsingar alla morgna, kvöld og nætur þótt einungis sé raunhæf þörf fyrir tveggja tíma lýsingu á þriðjudögum.
Tengdar greinar
Náttúrupassinn í víðara samhengi
Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli sér að bæta enn einum skatti á almenning svo kosta megi nauðsynlegar framkvæmdir á
Veðurkerfi við Ísland
Hér má fylgjast life með hreyfingum lægða yfir Íslandi og nágrenni. Skoða veðurkerfi
Sólin sést ekki….
….og 10 dagar liðnir frá því að hún hefði átt að skína niður í Fáskrúðsfjörð. Smá glæta í dag, en