Fjarðabyggð bætir útivistaraðstöðu í Fáskrúðsfirði


Fólk sem stundar gönguferðir og hlaup sér til heilsubótar og ánægju um land Kjirkjubóls í Fáskrúðsfirði hefur tekið eftir að bæjarfélagið hefur stórlega bætt alla aðstöð með endurnýjun tveggja göngubrúa. Þá hefur og nýtt skjólgerði verið smíðað og því komið fyrir á traustum undirstöðum þar sem Kirkjubóls bærinn stóð áður.

Gönguleiðin um Kirkjuból, eða Kirkjubóls hringurinn eins og gönguleiðin er oftast kölluð, væri fullkomin ef Skjólgils áin væri brúuð innan við aksturbrúnna. – Það getur verið ógnvekjandi að ganga um aksturs svæði brúarinnar með vegrið til beggja handa í lélegu skyggni og krapafærð og hafa fá úrræði til að víkja fyrir umferð.


Tengdar greinar
Ofurmenni hrindir björgum í sjó fram
Austfirðingar hafa áhyggjur vegna manns sem er búinn að hrinda í sjó nokkrum björgum sem standa meðfram vegum á austurlandi.
Fákeppni og okur í vöruflutningum á landsbyggðinni
Svo virðist sem tvennir verðlistar séu í gangi fyrir viðskiptavini Landflutninga. Annars vegar eru vildar-verð, sem útvaldir viðskiptamenn njóta og
Skjólgerði og næg beit
Þeir voru þakklátir hestarnir okkar þegar við færðum til í girðingunni svo þeir fengju meiri beit. Þá smíðuðum við létt