Fjarðabyggð fækkar kennslutímum til sér- og stuðningskennslu sem og til innflytjendabarna

Á síðasta fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar, FINNST EKKI, “var farið yfir drög að viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla og áhrif þeirra á kennslutímamagn til skólanna. Með nýjum reglum er gert ráð fyrir hagkvæmari stærð námshópa eða bekkja og lítillegri fækkun kennslutímamagns til sér- og stuðningskennslu sem og til kennslu innflytjendabarna en samhliða er gert ráð fyrir að farið verði yfir skipulag þeirrar kennslu með aðstoð stoðþjónusta skólanna, þ.e. Skólaskrifstofu Austurlands. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.”
Á sama fundi var reifaður liðurinn: Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015
“Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 sem fór til fyrri umræðu í bæjarstjórn 30. október og breytingar sem gerðar voru á áætluninni á fundi bæjarráðs 3. nóvember og bæjarstjórnar 6. nóvember er varða Stöðvarfjarðarskóla. Nefndin fjallaði m.a. um samstarf Stöðvarfjarðarskóla og skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði, um þá hugmynd að útbúa sameiginlega unglingadeild skólanna á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eða Reyðarfjarðar og áhrif hugmyndar að breyttum viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla. Umræðu frestað til næsta nefndarfundar sem fyrirhugaður er 25. nóvember.”
Tengdar greinar
Tilraun gerð við að ná Green Freezer á flot
Nú fyrir stundu gerði varðskipið Þór tilraun við að ná flutningaskipinu Green Freezer á flot. Tilraunin misheppnaðist, og svo virðist
RÚV í góðum málum – Tvær kvikmyndir þeirra Ethan og Joel Coen….
…og sú þriðja í kvöld. Ég tek ofan fyrir RÚV. Í gærkvöldi sýndi sjónvarpið okkur tvær af myndum þeirra bræðra,
Loksins búið að sjósetja bátinn….
…..og nú mega fiskarnir vara sig. 🙂