Fjarðabyggð fækkar kennslutímum til sér- og stuðningskennslu sem og til innflytjendabarna

Fjarðabyggð fækkar kennslutímum til sér- og stuðningskennslu sem og til innflytjendabarna

SONY DSCÁ síðasta fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar, FINNST EKKI, “var farið yfir drög að viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla og áhrif þeirra á kennslutímamagn til skólanna. Með nýjum reglum er gert ráð fyrir hagkvæmari stærð námshópa eða bekkja og lítillegri fækkun kennslutímamagns til sér- og stuðningskennslu sem og til kennslu innflytjendabarna en samhliða er gert ráð fyrir að farið verði yfir skipulag þeirrar kennslu með aðstoð stoðþjónusta skólanna, þ.e. Skólaskrifstofu Austurlands. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.”

Á sama fundi var reifaður liðurinn: Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015

“Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 sem fór til fyrri umræðu í bæjarstjórn 30. október og breytingar sem gerðar voru á áætluninni á fundi bæjarráðs 3. nóvember og bæjarstjórnar 6. nóvember er varða Stöðvarfjarðarskóla. Nefndin fjallaði m.a. um samstarf Stöðvarfjarðarskóla og skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði, um þá hugmynd að útbúa sameiginlega unglingadeild skólanna á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eða Reyðarfjarðar og áhrif hugmyndar að breyttum viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla. Umræðu frestað til næsta nefndarfundar sem fyrirhugaður er 25. nóvember.”


Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn – Trójuhestur hækkaðs orkuverðs

Það má vel vera rétt sem ákafir skriffinnar og lögspekingar ríkisvaldsins halda fram að þriðji orkupakkinn skyldi ekki íslendinga til

Samið í verkfalli, -og hvað svo?

Blekið í undirskriftum viðsemjenda verður vart þornað á pappírum þegar skriða verðhækkanna fer af stað með þeim afleiðingum að nokkrum

Ofurskattar á bifreiðaeigendur

Aðgerðaráætlun um fáránlega ofur skattheimtu á bifreiðaeigendur er að fara af stað um þessar mundir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.