Fjarðabyggð – Foreldrafélög leikskólanna mótmæla hækkunum

A fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar, sem haldinn var í skólamiðstöðinni í Fáskrúðsfirði þann 8 febrúar sl. var tekið fyrir bréf frá foreldrafélögunum í Fjarðabyggð þar er mótmælt hækkunum á gjaldskrá leikskólanna og niðurfellingu á fjórum gjaldfrjálsum tímum á dag hjá elsta árgangi.
Fræðslunefnd þakkaði bréfið og sendir umsögn um það til bæjarráðs Fjarðabyggðar. “Í umsögninni kemur m.a. fram að vissulega séu bæði gjaldskrárhækkanir og niðurfelling á fyrrgreindum afslætti íþyngjandi fyrir fjölskyldur en eftir sem áður er gjaldskrá leikskóla í Fjarðabyggð vel samanburðarhæf við gjaldskrár annarra sveitarfélaga og sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að boðið er upp á leikskólaþjónustu fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Í nýrri könnun frá ASÍ frá 26. janúar þar sem bornar eru saman gjaldskrár 15 stærstu sveitarfélaga landsins liggur sveitarfélagið um miðbik. Þá má geta þess að systkinaafslættir eru með þeim bestu á landinu 50% af öðru barni og 100% af þriðja barni og einnig er veittur afsláttur milli skólastiga, leikskóla og frístundaheimila. Að lokum kemur fram að frá haustinu 2016 hafi sveitarfélagið getað boðið öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur með tilkomu nýja leikskólans á Norðfirði og í ár verða hannaðar viðbyggingar við leikskólana á Eskifirði og Reyðarfirði. Vísað til bæjarráðs til frekari umræðu. – Formaður fræðslunefndar er Pálína Margeirsdóttir – Þóroddur Helgason ritaði fundargerð sem má skoða í heild hér
Tengdar greinar
Green Freezer – Frá strandstað í mogun
Við vorum stödd um borð í mótorbátnum Kríu á strandstað klukkan 10:20 í morgun til að fylgjast með framvindu mála
Er gamlingjaplága á Landsspítalanum?
Morgunblaðið greinir frá því í morgun að “biðlistar í aðgerðir á Landspítalanum lengjast nú ár frá ári, aðallega vegna þess
Gengið jafnar sig eftir uppsveiflu
Þau tíðindi berast frá norskri ferðaskrifstofu að ferðamenn afbóki íslandsferðir sem aldrei fyrr vegna hækkaðs gengis krónunnar. Þar með er