Fjarðabyggð – Fundur með hestamönnum um beitarmál

Fjarðabyggð – Fundur með hestamönnum um beitarmál

20170111_133335Þann 2. febrúar sl. var haldinn fundur með hestamönnum í Fjarðabyggð. Efni fundarins var bréfleg yfirlýsing umhverfisstjóra Fjarðabyggðar til hestamanna í Fjarðabyggð, þess efnis að bæjarfélagið hyggðist taka alla hefðbundna beitaraðstöðu af hestamönnum. Forsendur voru nefndar þær að “jafnræðis” þyrfti að gæta og var hestamönnum boðinn sá kostur að fá beitarland til baka gegn 4.500 króna ársgreiðslu fyrir hvern hektara lands.

Fundurinn var fjölsóttur og mörg sjónarmið komu fram. Hestmenn hrósuðu bæjarfélaginu fyrir kortlagningu á beitaraðstöðu í sveitarfélaginu, en hörmuðu þá ráðstöfun að hirða alla hefðbundna beit af öllum hestamönnum, án fyrirvara.

Hestamenn töldu lítið jafnræði með íþrótta- og tómstundastarfi í Fjarðabyggð felast í að færa ónefndum gólfklúbbi húsakost bújarðar til gjafar ásamt leigufríu landi þeirrar sömu jarðar til afnota og ráðstöfunar til 50 ára, á sama tíma og hestmönnum væri gert að greiða fyrir alla aðstöðu. – Þá kom fram að þessi sami gólfklúbbur hefði fengið heilar 8.7 milljónir í styrki á sl. 3 árum frá bæjarfélaginu.

Formaður landbúnaðarnefndar taldi vafasamt að bæjarfélagið mætti bjóða hestamönnum frí afnot af beitarlandi, þar sem það samrýmdist ekki “jafnræðisreglu stjórnsýslulaga”, -og nefndi dæmi þar sem slík afnot hefðu verið kærð og niðurstaðan orðið sú að viðkomandi bæjarfélag hefði þurft að innheimta fyrir beitarafnotin. – Því er til að svara að bæjarfélagið er í margvíslegri starfsemi sem skarast á við atvinnulífið, það rekur áhaldahús, sér um snjómokstur, vegabætur, viðgerðir og fleira sem skarast á við hin ýmsu fagsvið og fyrirtæki á svæðinu, án afskipta æðra dómsstigs. – Spurning af hverju frí beitarafnot fámenns hestamannafélags í bæjarfélaginu ættu að vera viðfang dómstóla?

Í svörum umhverfisstjóra Fjarðabyggðar, hefur komið fram að bæjarfélagið ætli sér að mismuna hestamönnum í Fjarðabyggð með þeim hætti að byggja undir og fjárstyrkja Hestamannafélagið Blæ á Norðfirði á þeim forsendum að það félag sé innan vébanda Landsambands hestamannafélaga – Hyggist hestamenn í öðrum sameinuðum byggðarlögum Fjarðabyggðar æfa fyrir keppnir eða íþróttamót, er félagsmönnum í hestamannafélaginu Goða á Fáskrúðsfirði, svo dæmi sé tekið, vísað á að fara í gegnum tvenn jarðgöng til að komast í lágmarks viðunandi aðstöðu hjá hestamannafélaginu Blæ á Norðfirði. – Spurning hvort slíkt fyrirkomulag sé boðlegt?

Annars voru hestamenn þokkalega ánægðir með fundinn og skynjuðu jákvæðni frá ráðamönnum.

Framhald í dag:
Fundur var haldinn hjá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. – Nefndin samþykkti að formaður ásamt Einari Má og umhverfisstjóra fari yfir málin og leggi fyrir nefndina að nýju. – Hestamenn horfa fram á veginn og vonast til að jákvæðar lausnir komi fram sem allir geti sætt sig við.

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC


Tengdar greinar

Lögreglan á Austurlandi varar við mönnum á ferli

Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft upp á aðilum sem virðast hafa verið á ferð í Neskaupstað og Eskifirði

Flokkurinn sem segir alla hina hækka skatta, :)

Kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins gengur helst út á að vara við vinstri flokkunum, þar sem þeir muni hækka alla skatta á okkur.

Bruðl og aftur bruðl – Guðmundur Ingi Kristinsson í fyrirspurnartíma á Alþingi

“Virðulegur forseti. Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.