Fjarðabyggð hækkar álögur fyrir árið 2018

Það er með ólíkindum hversu oft og mikið sveitarfélögin þurfa að hækka álögur á þegna sína. Nú hyggst Fjarðabyggð hækka flest öll gjöld fyrir árið 2018, auk þess að nýta sér að fullu heimild til álagningar svokallaðs hámarksútsvars. Gjaldskrá vatnsveitu; notkunargjald, fastagjald og stofngjöld gjaldskrár hækka um 2,7%. – Holræsagjald hækkar úr 0,32% af húsmati í 0,343%. Sorphreinsunar- og sorpeyðingargjald hækkar um 2,7%. Gjaldskrá hitaveitu hækkar um 2.7%. Þá munu gjaldskrár grunnskóla, skóladagheimila og tónlistarskóla hækka um sömu prósentu tölu eða 2.7%. Gjaldskrár byggingaleyfa og gatnagerðargjalda hækkar um 3% frá 1. janúar 2018 – Þá er áætlað að bryggjugjöld við smábátahafnirnar hækki um tæp 3% á komandi ári.
Kækur bæjarfélaga að hækka álögur á íbúa á hverju ári, og nota sem afsökun að byggingarvísitala hafi hækkað, er auðvitað út í hött. Hækkun hennar vigtar á stór Reykjavíkur svæðinu, Þar sem húsnæðisverð og leigukjör hækka upp úr öllu, meðan hér fyrir austan er allt með kyrrum kjörum, ef svo má segja.
Tengdar greinar
Svartur föstudagur
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hyggjast draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu og þar með hafna Evru sem gjaldmiðli – Með því
Biskup frá Skálholti á leið til Fáskrúðsfjarðar
Þau tíðindi voru að berast okkur hér á Aust.is í dag, að Biskup sé væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar öðru hvoru megin
Abba er best – I Have A Dream
Hér flytja þær Agnetha Fältskog og Anni-Frid Lyngstad hið ljúfa lag I Have A Dream